Breiðablik á toppinn eftir nauman sigur

Jeremy Smith skoraði 41 stig í kvöld.
Jeremy Smith skoraði 41 stig í kvöld. mbl.is/Golli

Breiðablik fór á topp 1. deildar karla í körfubolta með naumum 98:96-sigri á Fjölni í framlengdum leik í Grafarvoginum í dag. Jeremy Herbert Smith var stigahæstur með 41 stig og Sigvaldi Eggertsson fór á kostum fyrir Fjölni og skoraði 40 stig, það dugði hins vegar skammt. Breiðablik er með 18 stig, eins og Skallagrímur en Fjölnir er í 6. sæti með 10 stig. 

Hamar og Vestri fóru bæði upp í 16 stig með sigrum í kvöld. Vestri vann FSu á útivelli 88:74. Ingimar Aron Baldursson skoraði 23 stig fyrir Vestra og Cjarles Speelman 22 stig fyrir FSu sem er í næstneðsta sæti með aðeins tvö stig. Hamar hafði betur gegn Snæfelli, 105:99 á heimavelli. Julian Nelson gerði 20 stig fyrir Hamar og Christian Covile 34 stig fyrir Snæfell. 

Gnúpverjar unnu sinn þriðja leik í deildinni í vetur er liðið lagði ÍA, 100:76 á útivelli. Everage Richardson skoraði 43 stig fyrir Gnúpverja og Marcus Dewberry 38 fyrir ÍA, sem er á botninum án stiga. 

ÍA - Gnúpverjar 76:100

Akranes - Vesturgata, 1. deild karla, 08. desember 2017.

Gangur leiksins:: 5:8, 13:17, 19:23, 19:31, 20:39, 31:45, 35:49, 40:55, 47:61, 56:68, 62:74, 64:83, 68:87, 70:91, 74:95, 76:100.

ÍA: Marcus Levi Dewberry 38/5 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Andri Jökulsson 15/5 fráköst, Jóhannes Valur Hafsteinsson 8, Ármann Örn Vilbergsson 6, Sigurður Rúnar Sigurðsson 4, Jón Orri Kristjánsson 3/7 fráköst, Axel Fannar Elvarsson 2.

Fráköst: 15 í vörn, 5 í sókn.

Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 43/18 fráköst/9 stoðsendingar, Atli Örn Gunnarsson 24/7 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 9/7 fráköst, Tómas Steindórsson 7/7 fráköst, Hákon Már Bjarnason 6, Hraunar Karl Guðmundsson 5, Bjarni Steinn Eiríksson 4, Bjarki Rúnar Kristinsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Fjölnir - Breiðablik 96:98

Dalhús, 1. deild karla, 08. desember 2017.

Gangur leiksins:: 7:6, 13:10, 15:13, 20:15, 24:23, 32:29, 38:31, 41:36, 43:49, 50:55, 59:58, 61:62, 70:69, 73:75, 78:77, 83:83, 87:91, 96:98.

Fjölnir: Sigvaldi Eggertsson 40/7 fráköst, Samuel Prescott Jr. 21, Alexander Þór Hafþórsson 12/6 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Rúnar Baldvinsson 9/7 fráköst, Sigmar Jóhann Bjarnason 7/6 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 5, Hlynur Logi Ingólfsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 41/7 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 18, Sveinbjörn Jóhannesson 14, Snorri Vignisson 10, Halldór Halldórsson 8/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorbergur Ólafsson 2.

Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

FSu - Vestri 74:88

Flúðir, 1. deild karla, 08. desember 2017.

Gangur leiksins:: 4:5, 11:10, 17:17, 19:19, 24:26, 26:35, 33:41, 40:45, 45:50, 49:56, 52:64, 57:69, 65:75, 65:77, 67:86, 74:88.

FSu: Charles Jett Speelman 22/7 fráköst, Maciek Klimaszewski 12/6 fráköst, Florijan Jovanov 11/6 fráköst/5 stolnir, Hlynur Hreinsson 10/6 stoðsendingar, Ari Gylfason 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 5, Ragnar Gylfason 3, Hilmir Ægir Ómarsson 3, Svavar Ingi Stefánsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Vestri: Ingimar Aron Baldursson 23, Nebojsa Knezevic 20/7 fráköst/7 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 16/20 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 10/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 9, Ágúst Angantýsson 6/7 fráköst, Nökkvi Harðarson 2/5 fráköst, Adam Smari Olafsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 250

Hamar - Snæfell 105:99

Hveragerði, 1. deild karla, 08. desember 2017.

Gangur leiksins:: 6:9, 14:14, 24:22, 29:27, 35:38, 42:49, 46:58, 50:62, 52:65, 60:68, 66:72, 75:82, 84:82, 92:89, 98:93, 105:99.

Hamar: Julian Nelson 20/8 fráköst, Larry Thomas 18/5 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 15/6 fráköst, Dovydas Strasunskas 12/7 fráköst, Smári Hrafnsson 12/6 stoðsendingar, Jón Arnór Sverrisson 11/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ísak Sigurðarson 10, Oddur Ólafsson 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristinn Ólafsson 3.

Fráköst: 31 í vörn, 14 í sókn.

Snæfell: Christian David Covile 34/14 fráköst/5 stolnir, Þorbergur Helgi Sæþórsson 18/8 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nökkvi Már Nökkvason 14, Geir Elías Úlfur Helgason 13/5 fráköst, Rúnar Þór Ragnarsson 4.

Fráköst: 29 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Runarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert