Emelía Ósk með slitið krossband

Emelía Ósk Gunnarsdóttir verður lengi frá keppni.
Emelía Ósk Gunnarsdóttir verður lengi frá keppni.

Hinn 19 ára gamla Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur, er með slitið krossband og verður frá út leiktíðina. Karfan.is greinir frá þessu í dag. 

Emelía meiddist í leik Keflavíkur gegn Skallagrími í Dominos-deildinni í síðustu umferð. Hún hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar að undanförnu, þrátt fyrir ungan aldur. 

Emelía er með 10,1 stig að meðaltali í leik í vetur, ásamt því að vera einn allra besti varnarmaður deildarinnar og er því um mikið áfall að ræða fyrir Keflavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert