Helena á leiðinni aftur til Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, mun væntanlega spila á næstunni í sterkustu deild í Evrópu, Euroleague. Helena mun fara tímabundið til Slóvakíu og leika með sínu gamla liði, Good Angels Kosice.

Félagaskiptaglugginn er opinn og getur Helena því skipt úr Haukum yfir í slóvakíska stórliðið. Þar liggur fyrir mikið leikjaálag á næstunni þar sem liðið er í Euroleague og í keppni félagsliða ásamt nágrannaþjóðum fyrir utan deildakeppnina sjálfa í Slóvakíu. Liðið er því á þrennum vígstöðvum og er Helena fengin til að létta undir.

Hún er hins vegar samningsbundin Haukum og mun koma aftur í Hafnarfjörðinn fyrir 1. febrúar. Þá rennur út fresturinn til að hafa félagaskipti yfir í íslensk lið. Er því gengið út frá því að hún ljúki keppnistímabilinu með Haukum. Mögulegt er að Helena snúi aftur um miðjan janúar.

Sjá nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert