Staðan í toppbaráttu 1. deildar karla í körfuknattleik er enn tvísýnni en áður eftir að Hamar lagði Vestra, 98:97, í framlengdum spennutrylli í Hveragerði í kvöld. Fjölnir vann nauman sigur á FSu, 87:84, í Grafarvogi.
Staðan í Hveragerði var 88:88 eftir venjulegan leiktíma en Nemanja Knezevic jafnaði fyrir Vestfirðinga með 3ja stiga körfu einni sekúndu fyrir leikslok. Í framlengingunni komst Vestri í 97:93 en Larry Thomas minnkaði muninn í eitt stig fyrir Hamar með 3ja stiga körfu og Smári Hrafnsson skoraði sigurkörfuna, 98:97, þegar átta sekúndur voru eftir.
Skallagrímur, sem vann Gnúpverja 101:80 í gærkvöld, er með 22 stig á toppnum. Breiðablik er með 20 stig, Vestri og Hamar 18 stig hvort, Snæfell 16 og Fjölnir 12 stig í efstu sex sætunum. Efsta liðið kemst beint í úrvalsdeildina en fjögur næstu lið fara í umspil um eitt sæti.
Hveragerði, 1. deild karla, 5. janúar 2018.
Gangur leiksins: 4:0, 7:10, 13:15, 16:19, 22:26, 30:30, 32:34, 32:36, 41:44, 47:49, 55:58, 67:66, 70:73, 79:79, 84:81, 88:88, 92:94, 98:97.
Hamar: Julian Nelson 23, Þorgeir Freyr Gíslason 19/4 fráköst, Larry Thomas 17/9 fráköst, Smári Hrafnsson 12, Dovydas Strasunskas 7, Jón Arnór Sverrisson 7/12 fráköst/12 stoðsendingar/7 stolnir, Ísak Sigurðarson 6/6 fráköst, Þórarinn Friðriksson 3, Oddur Ólafsson 2, Arnór Ingi Ingvason 2.
Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn.
Vestri: Nemanja Knezevic 26/25 fráköst/8 stoðsendingar/9 varin skot, Nebojsa Knezevic 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 19/16 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 17, Nökkvi Harðarson 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 7.
Fráköst: 38 í vörn, 18 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Sigurbaldur Frimannsson.
Dalhús, 1. deild karla, 5. janúar 2018.
Gangur leiksins: 2:7, 7:11, 15:18, 19:20, 27:23, 35:29, 39:41, 41:47, 48:54, 52:64, 62:64, 69:67, 69:74, 78:77, 80:79, 87:81, 87:84.
Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 29/8 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 26/8 fráköst, Brynjar Birgisson 8/3 varin skot, Alexander Þór Hafþórsson 8/7 fráköst, Daníel Freyr Friðriksson 6, Ívar Barja 4, Rafn Kristján Kristjánsson 3, Sigmar Jóhann Bjarnason 3/5 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.
FSu: Antowine Lamb 32/15 fráköst/3 varin skot, Ari Gylfason 17, Birkir Víðisson 10, Florijan Jovanov 8/5 fráköst, Hlynur Hreinsson 8, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 7, Maciek Klimaszewski 2.
Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Aron Runarsson, Friðrik Árnason.