Þóranna sleit líka krossband

Þóranna Kika Hodge-Carr (t.h.) í leik Keflvíkinga og Hauka.
Þóranna Kika Hodge-Carr (t.h.) í leik Keflvíkinga og Hauka. mbl.is/Golli

Þóranna Kika Hodge-Carr mun fylgjast með liðsfélögum sínum í Keflavík sem áhorfandi á bikarúrslitaleiknum í körfubolta í Laugardalshöll í dag, líkt og næstu mánuðina.

Í gær varð ljóst við myndatöku að fremra krossband í hné hefði slitnað þegar hún meiddist í leiknum við Snæfell í úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Þetta er annað áfall fyrir Keflavíkurliðið á rúmum mánuði því í byrjun desember sleit landsliðskonan Emelía Ósk Gunnarsdóttir einnig krossband í hné. Þóranna hefur skorað 6,3 stig að meðaltali í leik í vetur, tekið 4,9 fráköst og átt 1,7 stoðsendingu. Hún hefur að meðaltali verið með 9,5 framlagspunkta í leik og Emelía 9,9.

Keflavík fékk aftur á móti landsliðskonuna Emblu Kristínardóttur til sín fyrir jól, í kjölfar þess að hún hætti hjá Grindavík, en hún skoraði 9 stig og tók 9 fráköst í sigrinum á Snæfelli í undanúrslitum Maltbikarsins á fimmtudaginn þar sem Keflavík vann 83:81-sigur. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert