Kristinn Jörundsson heiðraður af ÍR

Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR afhendir Kristni Jörundssyni blóm í kvöld …
Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR afhendir Kristni Jörundssyni blóm í kvöld ásamt ungum landsliðsmönnum ÍR. mbl.is/Eggert

ÍR heiðraði í kvöld Krist­in Jör­unds­son, Kidda Jör, fyrr­um leik­mann og þjálf­ara liðsins fyr­ir leik ÍR og KR í Dom­in­os-deild karla í körfuknatt­leik. Keppn­istreyja hans, núm­er 11, var við til­efnið dreg­in upp í rjáf­ur í Selja­skóla eins og venja er að gera til heiðurs ein­stakra leik­manna.

Krist­inn var val­inn körfuknatt­leiksmaður árs­ins á Íslandi í fyrsta vali þess árið 1973, og svo tví­veg­is eft­ir það. Hann lék í 20 ár með meist­ara­flokki ÍR, frá 1968 til 1988 og var sjö sinn­um Íslands­meist­ari með ÍR.

Krist­inn lék 79 lands­leiki með Íslandi á ár­un­um 1970-1981 og var lengi fyr­irliði landsliðsins. Á sama tíma lék hann svo tvo A-lands­leiki í knatt­spyrnu, en hann varð einnig Íslands­meist­ari í knatt­spyrnu með Fram og þríveg­is bikar­meist­ari. Hann er þriðji marka­hæsti leikmaður Fram í efstu deild í knatt­spyrn­unni frá upp­hafi með 60 mörk.

Vegna þess að nú eru 30 ár síðan Krist­inn lagði skóna á hill­una ákvað ÍR að heiðra hann með þess­um hætti þar sem treyja hans og núm­er verða til sýn­is um ókom­in ár.

Þá má geta þess að systkina­börn Krist­ins hafa gert það gott í íþrótt­un­um en Andri Rún­ar Bjarna­son lék á dög­un­um sína fyrstu lands­leiki í knatt­spyrnu og varð markakóng­ur Pepsi-deild­ar karla í fyrra, og Rut Jóns­dótt­ir hef­ur verið landsliðs- og at­vinnu­kona í hand­knatt­leik um ára­bil. Jör­und­ur, son­ur Krist­ins, var markvörður í knatt­spyrnu um ára­bil og lék síðast með Hauk­um.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert