Sandra Lind Þrastardóttir og liðsfélagar hennar í danska körfuboltaliðinu Hørsholm urðu í dag danskir bikarmeistarar með 71:64-sigri á Sisu í úrslitaleik í Horsens.
Sisu var með 20:11-forystu eftir 1. leikhluta en eftir það var Hørsholm mun sterkari aðilinn og var sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleiknum. Sandra lék rúmar tíu mínútur og skoraði tvö stig og tók fimm fráköst.
Hørsholm hefur verið óstöðvandi á leiktíðinni og unnið 13 af 14 leikjum sínum í deildinni.