Berglind fór alvarlega úr axlarlið

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert kátur með sitt lið eftir tap gegn Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld, 91:70.

Ingi sagði sitt lið hafa ætlað að mæta og sigra leikinn en liði verið eftir á allt frá fyrstu mínútu. Ingi Þór var sammála því að þetta tap setti vissulega strik í vonir Snæfells um sæti í úrslitakeppni þetta árið þar sem að liðið er nú 4 stigum á eftir Stjörnunni og 2 stigum á eftir bæði Skallagrím og Breiðablik. En Ingi sagði að næsti leikur væri gegn Skallagrím og það yrði bara barátta út mótið. 

Þá staðfesti Ingi að Berglind Gunnarsdóttir, lykilleikmaður liðsins, hafi farið alvarlega úr axlarlið í fyrri hálfleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert