Keflavík heldur pressu á toppliðin

Sara Diljá Sigurðardóttir, Elsa Albertsdóttir og Kristen McCarthy í leiknum …
Sara Diljá Sigurðardóttir, Elsa Albertsdóttir og Kristen McCarthy í leiknum í Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík vann Snæfell nokkuð örugglega í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld með 91 stigi gegn 70 stigum þegar liðin mættust í Keflavík. 

Keflavík tók völdin í leiknum strax í upphafi leiks og skoruðu fyrstu níu stig leiksins. Þar með var ekki aftur snúið og héldu þær forystu allt til loka og sigruðu verðskuldað. 

Brittney Dinkins leiddi Keflavík með 40 stig en hjá Snæfell var Kristen McCarthy með 24 stig.  Keflavík heldur því pressunni á toppsæti deildarinnar en ósigur Snæfells setur vissulega strik í þeirra vonir um sæti í úrslitakeppninni í ár.

Keflavík - Snæfell 91:70

TM-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 28. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 11:2, 20:9, 24:15, 29:17, 31:25, 37:31, 44:33, 48:40, 56:42, 65:49, 70:49, 72:53, 80:57, 82:62, 85:64, 91:70.

Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 15 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1.

Fráköst: 17 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason.

Keflavík 91:70 Snæfell opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert