Breiðablik tryggði sér í kvöld þriðja sætið í 1. deild karla í körfuknattleik, þegar þrír síðustu leikir deildarinnar fóru fram, og náðu með því heimaleikjaréttinum í undanúrslitum umspilsins um úrvalsdeildarsæti.
Vestri gat tryggt sér þriðja sætið með því að sigra topplið Skallagríms í Borgarnesi en átti aldrei möguleika þar og Borgnesingar unnu öruggan sigur, 115:93. Kristófer Gíslason og Aaron Parks gerðu þar 20 stig hvor fyrir Skallagrím en Nebojsa Knezevic gerði 27 stig fyrir Vestra og Ingimar Aron Baldursson 20.
Blikar fóru hins vegar í Stykkishólm og unnu þar mjög öruggan sigur á Snæfelli, 112:86. Snorri Vignisson skoraði þar 25 stig fyrir Blika, Chris Woods og Jeremy Smith 21 stig hvor. Christian Covile skoraði 32 stig fyrir Snæfell. Bæði lið voru þegar örugg í umspilið, rétt eins og Hamarsmenn sem voru búnir að tryggja sér annað sæti deildarinnar og heimaleikjarétt út umspilið.
Hamar tapaði hins vegar á heimavelli fyrir Gnúpverjum, 106:114, en þar skoraði Everage Richardson 50 stig fyrir Gnúpverja. Þetta er í fjórða sinn sem hann nær 50 stigum í vetur og hefur gert um 39 stig að meðaltali í leik fyrir nýliðana í vetur. Julian Nelson og Jón Arnór Sverrisson gerðu 23 stig hvor fyrir Hamar.
Lokastaðan í deildinni er því sú að Skallagrímur fékk 40 stig, Hamar 34, Breiðablik 34, Vestri 32, Snæfell 24, Gnúpverjar 20, Fjölnir 18, FSu 12 en Skagamenn töpuðu öllum sínum leikjum.
Hamar mætir Snæfelli og Breiðablik mætir Vestra í undanúrslitum umspilsins. Sigurliðin í þeim einvígjum leikja til úrslita um úrvalsdeildarsætið en Skallagrímur fór beint upp með því að vinna deildina.
Hveragerði, 1. deild karla, 9. mars 2018.
Gangur leiksins:: 7:8, 16:17, 19:21, 22:29, 27:35, 37:40, 47:44, 54:52, 60:58, 66:65, 76:72, 80:81, 87:88, 92:92, 96:101, 106:114.
Hamar: Julian Nelson 23/9 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 23/7 fráköst/8 stoðsendingar, Larry Thomas 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Smári Hrafnsson 13, Þorgeir Freyr Gíslason 9/6 fráköst/3 varin skot, Ísak Sigurðarson 5, Oddur Ólafsson 4, Arnór Ingi Ingvason 3, Dovydas Strasunskas 3, Kristinn Ólafsson 3.
Fráköst: 23 í vörn, 16 í sókn.
Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 50/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 23/6 fráköst, Tómas Steindórsson 17/7 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 9/5 fráköst, Garðar Pálmi Bjarnason 8, Hákon Már Bjarnason 4/5 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 2, Haukur Þór Sigurðsson 1.
Fráköst: 29 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.
Stykkishólmur, 1. deild karla, 9. mars 2018.
Gangur leiksins:: 10:4, 12:16, 15:19, 23:28, 26:38, 30:42, 35:51, 43:54, 46:58, 50:67, 60:74, 66:80, 70:87, 75:96, 79:105, 86:112.
Snæfell: Christian David Covile 32/10 fráköst/6 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 13, Aron Ingi Hinriksson 12, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 7, Viktor Marínó Alexandersson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 6/4 fráköst.
Fráköst: 16 í vörn, 8 í sókn.
Breiðablik: Snorri Vignisson 25/10 fráköst/6 stolnir, Jeremy Herbert Smith 21/6 stoðsendingar, Christopher Woods 21/8 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 17/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Jóhannesson 15/5 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 5, Erlendur Ágúst Stefánsson 4, Halldór Halldórsson 2, Orri Hilmarsson 2.
Fráköst: 30 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Einar Þór Skarphéðinsson.
Borgarnes, 1. deild karla, 9. mars 2018.
Gangur leiksins:: 6:2, 12:9, 17:16, 21:24, 29:24, 37:26, 43:38, 51:44, 58:48, 67:56, 77:60, 86:71, 90:76, 98:78, 109:83, 115:93.
Skallagrímur: Aaron Clyde Parks 20/6 fráköst/15 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 20/7 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 16/5 fráköst/9 stoðsendingar, Darrell Flake 15/9 fráköst/5 varin skot, Davíð Guðmundsson 10, Bjarni Guðmann Jónson 8/6 stoðsendingar, Hjalti Ásberg Þorleifsson 6/4 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 6, Atli Aðalsteinsson 6, Arnar Smári Bjarnason 5, Marínó Þór Pálmason 3.
Fráköst: 26 í vörn, 14 í sókn.
Vestri: Nebojsa Knezevic 27/9 fráköst/11 stoðsendingar, Ingimar Aron Baldursson 20/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 13, Björn Ásgeir Ásgeirsson 12, Nökkvi Harðarson 6/4 fráköst, Adam Smari Olafsson 6/4 fráköst, Egill Fjölnisson 4, Hilmir Hallgrímsson 3, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 2.
Fráköst: 18 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Halldor Geir Jensson, Friðrik Árnason.
Áhorfendur: 330