Hamar fer vel af stað

Hamarsmenn eru komnir yfir í einvígi sínu gegn Snæfelli. Hamarsmenn …
Hamarsmenn eru komnir yfir í einvígi sínu gegn Snæfelli. Hamarsmenn léku gegn Val í úrslitunum á síðasta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Hamar fer vel af stað í undanúrslitaviðureign sinni gegn Snæfelli um laust sæti í efstu deild karla í körfubolta. Hamar vann fyrsta leik liðanna í kvöld, 106:93, á heimavelli sínum. 

Hamarsmenn voru yfir allan leikinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Julian Nelson skoraði 28 stig og tók 11 fráköst fyrir Hamar og Jón Arnór Sverrisson skoraði 17 stig. Hjá Snæfelli var Sveinn Arnar Davíðsson stigahæstur með 19 stig. 

Christian Covile gat ekki leikið með Snæfelli en hann þurfti að fara heim til Bandaríkjanna af persónulegum ástæðum og munaði um minna fyrir Hólmara.

Annar leikur liðanna fer fram á Stykkishólmi á mánudaginn kemur. 

Hamar - Snæfell 106:93

Hveragerði, 1. deild karla, 16. mars 2018.

Gangur leiksins:: 6:8, 16:8, 25:15, 34:24, 40:26, 47:29, 53:39, 61:42, 69:50, 78:56, 80:64, 84:70, 90:77, 94:83, 99:88, 106:93.

Hamar: Julian Nelson 28/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Arnór Sverrisson 17/5 fráköst, Dovydas Strasunskas 16/7 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 12/5 fráköst, Kristinn Ólafsson 11/6 fráköst, Larry Thomas 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Smári Hrafnsson 8/6 stoðsendingar, Mikael Rúnar Kristjánsson 3, Ísak Sigurðarson 2/7 fráköst.

Fráköst: 36 í vörn, 18 í sókn.

Snæfell: Sveinn Arnar Davíðsson 19/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 15/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 15/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 12/6 fráköst, Eiríkur Már Sævarsson 12, Aron Ingi Hinriksson 9, Jón Páll Gunnarsson 7/5 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 4/8 fráköst.

Fráköst: 34 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert