KR eru svo gott sem komið í undanúrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 91:66-stórsigur gegn Njarðvík í kvöld. Fjórfaldir Íslandsmeistarar síðustu ára eru því komnir í 2:0 í einvíginu og hafa nú þrjá leiki, þar af tvo á heimavelli, til að klára einvígið.
Miðað við spilamennsku Njarðvíkinga í kvöld ætti það að vera formsatriði fyrir þá að klára einvígið. Sigur KR aldrei í hættu í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum kláruðu þennan leik í fyrri hálfleik með harðri vörn sem braut heimamenn í Njarðvík og þeir náðu sér aldrei á strik eftir það.
Hjá Njarðvík var Ragnar Nathanaelsson þeirra skástur með 16 stig en hjá KR var Kristófer Acox þeirra stigahæstur með 21 stig.
Njarðvík, Úrvalsdeild karla, 19. mars 2018.
Gangur leiksins:: 8:8, 10:13, 10:22, 14:30, 16:33, 22:44, 25:50, 33:56, 37:62, 43:64, 48:69, 55:71, 57:78, 59:82, 61:88, 66:91.
Njarðvík: Ragnar Agust Nathanaelsson 16/8 fráköst, Logi Gunnarsson 13, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Terrell Vinson 7/7 fráköst, Kristinn Pálsson 7/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5, Ragnar Helgi Friðriksson 3.
Fráköst: 18 í vörn, 13 í sókn.
KR: Kristófer Acox 21/11 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 14/4 fráköst, Björn Kristjánsson 11, Kendall Pollard 10/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 9/7 fráköst/15 stoðsendingar, Þórir Lárusson 3, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/4 fráköst.
Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Halldór Geir Jensson.