Sitt hvað um mannlega hegðun

Carmen Tyson-Thomas leikur gríðarlega stórt hlutverk í liði Skallagríms og …
Carmen Tyson-Thomas leikur gríðarlega stórt hlutverk í liði Skallagríms og getur verið óviðráðanleg. Hér freista Valsararnir Guðbjörg Sverrisdóttir og Aalyah Whiteside þess að stöðva hana. mbl.is/​Hari

Þegar ég var ungur þjálfari fyrir ansi mörgum árum var ég staddur á Írlandi með unglingalandslið. Stuttu áður var knattspyrnugoðsögnin Roy Keane búinn að vera til vandræða í írska landsliðinu og var hegðun hans fréttaefni í töluverðan tíma.

Þegar maður var að ræða þetta mál við heimamenn þá kom mér mjög á óvart hvað þeir vörðu þessa fáránlegu hegðun Keane. Einn rútubílstjóri sagði meira að segja við mig: „Keane gerir aldrei neitt rangt.“

Keane var sem sagt orðinn það mikill kóngur í augum fólks að sama hvað hann gerði eða sama hvernig hann hegðaði sér, fólk var algjörlega blint á hegðunarvandamál sem hann átti við að stríða á þessum tíma. Þarna lærði ég helling um mannskeppnuna og hef ég stundum þurft að eiga við foreldra sem sjá börnin sín í þvílíkum dýrðarljóma, innan sem utan vallar, og ef eitthvað gengur ekki upp hjá barninu þeirra þá er það einhverjum öðrum að kenna. Því barnið þeirra gerir aldrei neitt rangt.

Mál málanna í úrslitakeppninni þetta tímabilið er höggið sem ÍR-ingurinn Ryan Taylor lét vaða í hnakkann á Hlyni Bæringssyni. Taylor er búinn að vera frábær í vetur og stór partur af velgengni ÍR. Hann er varla kominn í guðatölu í Breiðholtinu eins og Keane á Írlandi en maður sér fólk bregðast svipað við hegðun Taylors.

Sjá umfjöllun Benedikts Guðmundssonar, sérfræðings Morgunblaðsins í körfubolta, í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins. Í dag fer hann yfir það sem efst er á baugi, m.a.úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert