KR í úrvalsdeildina

KR-konur fagna 1. deildartitlinum og úrvalsdeildarsætinu.
KR-konur fagna 1. deildartitlinum og úrvalsdeildarsætinu. mbl.is/Valgarður

KR tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á næsta keppnistímabili með því að vinna mjög sannfærandi sigur á Fjölni, 85:51, í þriðja úrslitaleik liðanna í 1. deildinni sem fram fór í Vesturbænum í kvöld.

KR vann þar með alla leiki sína á tímabilinu en liðið sigraði í 1. deildinni með fullu húsi stiga og lagði síðan Fjölni 3:0 í einvíginu. KR tekur sæti Njarðvíkur í úrvalsdeildinni 2018-2019.

Alexandra Petersen skoraði 29 stig fyrir KR og var með þrefalda tvennu því hún átti líka 10 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Eygló Kristín Óskarsdóttir skoraði 14 og Perla Jóhannsdóttir 13. McCalle Feller skoraði 17 stig fyrir  Fjölni og Berglind Karen Ingvarsdóttir 12.

Gangur leiksins: 6:2, 17:2, 20:5, 26:10, 31:12, 33:16, 39:21, 51:26, 55:30, 60:32, 65:40, 69:47, 71:49, 75:51, 77:51, 85:51.

KR: Alexandra Petersen 29/10 fráköst/10 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 14/14 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 13/7 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 11/5 fráköst/3 varin skot, Unnur Tara Jónsdóttir 7/10 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6/5 fráköst, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 3, Kristin Skatun Hannestad 2.

Fráköst: 41 í vörn, 14 í sókn.

Fjölnir: McCalle Feller 17/11 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 12, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 10/8 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 6/5 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 4/4 fráköst, Birta Margrét Zimsen 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Friðrik Árnason, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 217

KR-konur fagna í leikslok og Benedikt Guðmundsson þjálfari fylgist með.
KR-konur fagna í leikslok og Benedikt Guðmundsson þjálfari fylgist með. mbl.is/Valgarður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert