Þriðji útisigurinn í rimmunni

Pétur Rúnar Birgisson með boltann í kvöld og fer hér …
Pétur Rúnar Birgisson með boltann í kvöld og fer hér framhjá Hjalta Friðrikssyni. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll náði 2:1 forskoti í rimmu sinni við ÍR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik með sigri 84:69 í þriðja leik liðanna í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Allir þrír leikirnir hafa því unnist á útivelli en Tindastóll getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í næsta leik á Sauðárkróki. 

Leikurinn var býsna jafn lengst af en í síðasta leikhlutanum sigu Skagfirðingar fram úr og lögðu grunn að sigrinum um miðjan síðasta leikhlutann. Tindastóll var yfir 41:35 að loknum fyrri hálfleik en ÍR var yfir 24:23 eftir fyrsta leikhluta. ÍR komst yfir um tíma í þriðja leikhlutanum en að honum loknum voru Stólarnir aftur komnir yfir 55:53. ÍR-ingar skoruðu því einungis 16 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum en Tindastóll tuttugu og níu. 

Í boltaíþróttunum er þekkt að góð vörn vinnur titla og Tindastóll spilaði mjög sterka vörn í kvöld. Aðgerðir ÍR-inga í sókninni urðu erfiðar fyrir vikið og lykilmenn hjá ÍR eins og Taylor og Matthías þurftu að hafa mikið fyrir því að skora. Margir leikmenn Tindastól stóðu vaktina vel í vörninni en leikmaður eins og Axel Kárason er geysilega dýrmætur í svona leik. Hann var í því að valda lykilmenn hjá ÍR eins og Thomas og Taylor þótt þér séu hávaxnari en Axel. 

Í sókninni var Antonio Hester mjög drjúgur og skoraði 31 stig þótt hann hafi brennt af átta vítum en hann nýtti aðeins 9 af 17 vítum. Hann tók 14 fráköst, varði 4 skot og gaf 3 stoðsendingar. Stórleikur hjá Hester og hann hafði betur í baráttunni við Rayn Taylor í kvöld sem snéri aftur úr leikbanni. Taylor reyndi ein sog hann gat en var örlítið ryðgaður en hann spilaði síðast 22. mars. Taylor skoraði 13 stig, tók 12 fráköst, stal boltanum þrisvar varði 4 skot. 

Sigtryggur Arnar Björnsson var atkvæðamikill eins og oft áður hjá Stólunum og gerði 24 stig og stal boltanum fimm sinnum en Pétur Rúnar Birgisson skoraði 14 stig, stal boltanum fjórum sinnum og gaf 5 stoðsendingar. Danero Thomas heldur áfram að spila vel fyrir ÍR og gerði 24 stig og Matthías Orri Sigurðarson var með 18 stig. 

ÍR hafnaði í 2. sæti í deildinni en Tindastóll í 3. sæti. Haukar urðu í efsta sæti og KR í 4. sæti. Tindastóll og KR eru nú yfir 2:1 í undanúrslitarimmunum. Takist þeim að klára dæmið þá er Tindastóll með heimaleikjarétt í úrslitarimmunni þótt liðið hafi hafnað í 3. sæti í deildinni. En slíkar vangaveltur eru þó ekki tímabærar. 

ÍR - Tindastóll 69:84

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 11. apríl 2018.

Gangur leiksins:: 2:6, 6:13, 16:17, 24:23, 24:28, 26:33, 29:39, 35:41, 39:46, 49:48, 51:52, 53:55, 53:65, 59:70, 62:77, 69:84.

ÍR: Danero Thomas 24/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/5 stoðsendingar, Ryan Taylor 13/12 fráköst/4 varin skot, Kristinn Marinósson 5, Sveinbjörn Claessen 4/9 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 3, Trausti Eiríksson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Tindastóll: Antonio Hester 31/14 fráköst/4 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 24/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Pétur Rúnar Birgisson 14/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 4/4 fráköst, Viðar Ágústsson 3, Axel Kárason 3/9 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson.

ÍR 69:84 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert