Sindramenn í 1. deildina

Sindramenn fagna sætinu í 1. deild.
Sindramenn fagna sætinu í 1. deild. Ljósmynd/Facebook-síða Sindra

Sindri frá Hornafirði tryggði sér sæti í 1. deild karla í körfuknattleik á laugardaginn með því að sigra Reykjavíkurfélagið KV, 82:77, í hreinum úrslitaleik í lokaumferð 2. deildar á Hornafirði.

Þetta verður í fyrsta skipti sem Sindramenn leika í 1. deild en þeir unnu fjórtán af átján leikjum sínum og fengu 28 stig gegn 26 stigum KV. Reyndar var það B-lið Njarðvíkinga sem vann deildina með 30 stig en B-liðin geta ekki unnið sér sæti í 1. deild.

Sindri bætist við þau níu lið sem fyrir voru í 1. deildinni en þar sem Laugdælir hættu við þátttöku rétt áður en Íslandsmótið 2017-18 hófst féll ekkert lið úr 1. deild í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert