KR meistari fimmta árið í röð

Jón Arnór Stefánsson stöðvar áhlaup Tindastóls í kvöld og kemur …
Jón Arnór Stefánsson stöðvar áhlaup Tindastóls í kvöld og kemur muninum aftur upp í fimm stig í 3. leikhluta. mbl.is/Árni Sæberg

KR varð í kvöld Íslands­meist­ari  karla í körfuknatt­leik og setti þar með met á Íslands­mót­inu sem liðið jafnaði í fyrra. KR hafði bet­ur gegn Tinda­stóli í DHL-höll­inni í Frosta­skjóli 89:73. KR sigraði sam­tals 3:1 í rimm­unni.

KR-ing­ar voru geysi­lega ein­beitt­ir í smekk­fullu KR-heim­il­inu í kvöld. Þeir létu ekki slá sig út af lag­inu þótt Skag­f­irðing­ar skoruðu fyrstu sjö stig leiks­ins. KR-ing­ar svöruðu með því að skora næstu tíu. Þeir náðu miklu for­skoti strax í fyrri hálfleik og voru þá um tíma átján stig­um yfir. Að lokn­um fyrri hálfleik var staðan 44:33 fyr­ir KR.

Tinda­stóli tókst þó að hleypa spennu í leik­inn í þriðja leik­hluta. Þá minnkaði liðið mun­inn niður í aðeins þrjú stig. Liðinu tókst þó ekki að kom­ast yfir þann sál­fræðiþrösk­uld að kom­ast yfir eft­ir að hafa lent átján stig­um und­ir. Gamli ref­ur­inn  Jón Arn­ór Stef­áns­son keyrði í gegn­um miðja vörn Tinda­stóls og lagði knött­inn ofan í. Í fram­hald­inu fóru KR-ing­ar með mun­inn upp í tíu stig og eft­ir það átti Tinda­stóll aldrei raun­hæfa mögu­leika. KR-ing­ar lönduðu sigr­in­um af ör­yggi í mik­illi stemn­ingu í KR-heim­il­inu.

Finn­ur Freyr Stef­áns­son, a.k.a Finn­ur sem allt vinn­ur, er á sínu fimmta keppn­is­tíma­bili sem þjálf­ari KR og hef­ur skilað Íslands­meist­ara­titl­in­um í öll skipt­in. Brynj­ar Þór Björns­son, Pavel Ermol­in­skij og Darri Hilm­ars­son hafa einnig verið í liðinu síðustu fimm tíma­bil. 

KR sló Njarðvík út 3:0 í 8-liða úr­slit­um, Hauka 3:1 í undanúr­slit­um og sigraði Tinda­stól 3:1 í úr­slit­um eins og áður seg­ir. 

Kristó­fer Acox skoraði 23 stig í kvöld og var stiga­hæst­ur hjá KR en hann var mjög drjúg­ur í úr­slita­keppn­inni. Brynj­ar Þór Björns­son gerði 16 stig og Jón Arn­ór Stef­áns­son skoraði 14. Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son var stiga­hæst­ur með 27 stig hjá Tinda­stóli og Ant­onio Hester skoraði 15 stig. 

Á ýmsu gekk hjá KR í úr­slita­keppn­inni. Liðið var laskað þar sem Jón Arn­ór glímdi við nára­meiðsli og var ekki heill heilsu þótt hann spilaði flesta leik­ina. Brynj­ar snéri aft­ur eft­ir hand­ar­brot í undanúr­slit­um gegn Hauk­um og náði sér bet­ur á strik en flest­ir áttu von. KR-ing­ar dóu ekki ráðalaus­ir og kölluðu á Helga Má Magnús­son frá höfuðborg Banda­ríkj­anna, sem hætti vorið 2016, og hann skilaði sínu. Þá kom einnig Marcus Wal­ker sem var lög­leg­ur þar sem hann hafði spilað bikarleik fyr­ir b-lið KR í vet­ur. Wal­ker reynd­ist KR vel í úr­slitarimm­unni því hann gat hjálpað til við að valda bakverði Tinda­stóls, Sig­trygg og Pét­ur Rún­ar Birg­is­son.

Tinda­stóll varð bikar­meist­ari í vet­ur og pakkaði þá KR sam­an í úr­slita­leikn­um í Laug­ar­dals­höll. Var það fyrsti stóri tit­ill fé­lags­ins í meist­ara­flokki. 

Gang­ur leiks­ins: 5:7, 12:9, 14:9, 24:12, 29:18, 37:21, 39:25, 44:33, 46:41, 52:43, 59:45, 67:49, 69:53, 77:63, 84:71, 89:73.

KR: Kristó­fer Acox 23/​15 frá­köst, Brynj­ar Þór Björns­son 16/​4 frá­köst, Jón Arn­ór Stef­áns­son 14/​5 frá­köst, Darri Hilm­ars­son 11/​5 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Pavel Ermol­in­skij 9/​10 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Kendall Poll­ard 9/​5 frá­köst, Björn Kristjáns­son 5, Marcus Wal­ker 2.

Frá­köst: 37 í vörn, 11 í sókn.

Tinda­stóll: Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son 27, Ant­onio Hester 15/​10 frá­köst, Pét­ur Rún­ar Birg­is­son 14/​10 frá­köst/​9 stoðsend­ing­ar, Björg­vin Hafþór Rík­h­arðsson 6, Axel Kára­son 6, Viðar Ágústs­son 3, Friðrik Þór Stef­áns­son 2.

Frá­köst: 22 í vörn, 5 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Leif­ur S. Gardars­son, Krist­inn Óskars­son.

Úr leik KR og Tindastóls í kvöld.
Úr leik KR og Tinda­stóls í kvöld. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
KR 89:73 Tinda­stóll opna loka
mín.
40 Leik lokið
Leiknum er lokið með sigri KR 89:73. KR-ingar eru Íslandsmeistarar fimmta árið í röð.
38
Staðan er 84:68. Þristur frá Brynjari. Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar.
35
Staðan er 74:60 fyrir KR. Leikhlé. Stólarnir reyna hvað þeir geta en munurinn er mikill. Sigtryggur Arnar hefur skorað 24 stig en það hrekkur skammt.
33
Staðan er 69:53. Viðar farinn út af með 5 villur. Átti erfitt með að einbeita sér. Skólabókardæmi um of hátt spennustig hjá leikmanni í mikilvægum leik.
32
Staðan er 69:51 fyrir KR. Fimmti titill KR í röð er í sjónmáli. Staðan á villunum er þannig að Pavel er með fjórar hjá KR og Viðar fjórar hjá Tindastóli.
31 Fjórði leikhluti hafinn
30 Þriðja leikhluta lokið
Staðan er 67:49 fyrir KR. Hlutirnir eru fljótir að gerast ef menn eru ekki einbeittir á móti þessu KR-liði þegar komið er í úrslitaleiki. Átján stiga munur og nú getur einungis þriggja stiga sýning bjargað Tindastóli. Kristófer blakar boltanum ofan í og skorar flautukörfu.
28
Staðan er 59:45 fyrir KR. Jón Arnór setur þrist. Þessi var mikilvæg. Þótt Jón sé laskaður vegna nárameiðsla þá hefur hann lag á því að skora mikilvægar körfur við og við.
26
Staðan er 54:43. KR-ingar með fín tök á leiknum í augnablikinu. Sauðkrækingar þurfa að fara í erfið skot.
24
Staðan er 50:41. Tindastóli tókst ekki að komast nær en þrjú stig. KR-ingar auka muninn strax aftur.
23
Staðan er 44:41. Pollard brennir af tveimur vítum og Sigtryggur skilar þristi rétta leið. Þriggja stiga munur. KR var átján stigum yfir um tíma. Ef Stólarnir komast yfir þá væru þeir komnir yfir stóran sálrænan þröskuld.
21
Núnú. Staðan er 44:38 fyrir Tindastól. Pétur setur niður þrist og munurinn ekki nema sex stig. Stólarnir eru ekki búnir á því.
21 Síðari hálfleikur hafinn
20 Hálfleikur
Staðan er 44:33 fyrir KR. Stólunum tókst að kreista fram 33 stig í hálfleiknum og þurftu að hafa verulega fyrir því. KR-ingar að spila hörkuvörn eins og þeir eiga til að gera þegar þeir eru einbeittir. Skagfirðingar verða væntanlega að setja niður fleiri þriggja stiga skot til að eiga möguleika. Líkt og þeir gerðu í öðrum leik liðanna. Þeir mega gæta sín því KR-ingar munu gera út um leikinn ef þeir ná góðri byrjun í seinni hálfleik. Brynjar er stigahæstur með 12 stig og Kristófer er með 11 stig en átta leikmenn eru komnir á blað í stigaskorun hjá KR. Sex hafa skorað fyrir Tindastól og er Sigtryggur Arnar með 11 stig.
19
Staðan er 40:30 fyrir KR. Leikhlé. Eins og lög gera frá fyrir er sett á tónlist meðan á leikhléi stendur. Starfsmaður á moppunni kemur fram á gólf og hristir fram einhverja menntuðustu danstakta sem ég hef séð síðan ég sá Travolta í Saturday night fever.
18
Staðan er 39:25 fyrir KR. Sóknin er afskaplega erfið fyrir Stólana. Þeir þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverju skoti.
15
Staðan er 37:21 fyrir KR. Kunnugleg uppskrift hjá KR sem við höfum oft séð á síðustu árum. Frábær vörn, keyrt fram og farið í þriggja stiga skot. Brynjar búinn að setja þrjá þrista nú þegar. Allt á áætlun hjá Finni Frey sem getur unnið sinn fimmta Íslandsmeistaratitil í röð sem þjálfari.
13
Staðan er 27:18 fyrir KR. Tveir þristar í röð frá Björgvini Hafþóri. KR var fimmtán stigum yfir.
11 Annar leikhluti hafinn
Geta Skagfirðingar bitið frá sér.
10 Fyrsta leikhluta lokið
Fyrsta leikhluta er lokið. Staðan er 24:12. Tindastóll gerði fyrstu sjö stigin en síðan þá er KR 24:5. Þessi leikur gæti tekið sömu stefnu og oddaleikurinn í fyrra þegar KR-ingar pökkuðu Grindvíkingum saman. Sigursælir KR-inga vita að þeirra tækifæri er að klára dæmið á heimavelli í kvöld í stað þess að þurfa að fara í oddaleik á Sauðárkróki.
9
Staðan er 22:12. Þristur frá Jóni og tíu stiga munur.
7
Staðan er 12:9 fyrir KR. Siggi Þorvalds kemur inn á hjá KR eftir sex mínútna leik. Athyglisvert. Hefur spilað sára fáar mínútur í úrslitakeppninni.
4
Staðan er 7:7. Pavel með 2 villur á fyrstu fjórum mínútunum og fer út af. Sigtryggur er einnig tvær villur en heldur áfram.
3
Staðan er 5:7. Fimm stig í röð frá KR. Brynjar með þrist.
2
Staðan er 7:0 fyrir Tindastól. Viðar bætir við þristi. Finnur Freyr hefur ekki húmor fyrir þessu og tekur leikhlé.
1
Staðan er 4:0 fyrir Tindastól. Óskabyrjun fyrir Sigtrygg Arnar. Setti fyrsta þristinn sinn ofan í án þess að snerta hringinn. Þetta er sérstaklega tekið fram vegna þess að Arnar skoraði aðeins 3 stig í síðasta leik í DHL-höllinni, öðrum leiknum.
1 Leikur hafinn
Jæja......
0
0
0
Fjöldi Skagfirðinga er einnig í húsinu en stuðningsmenn Tindastóls voru afar líflegir þegar liðið varð bikarmeistari í vetur .
0
Miðjan, stuðningsmannakjarni KR, er aftur kominn á fætur í úrslitakeppninni og syngja duglega. Handboltaþjálfarinn Ingvar Örn Ákason hefur meira að segja verið dreginn á flot. DHL-höllinni er stundum kölluð bókasafnið en það á ekki við í kvöld.
0
Þessi sömu lið eru að mætast í úrslitum í annað sinn á nokkrum árum. Þau léku einnig til úrslita árið 2015 og þá hafði KR betur 3:1 og fagnaði sigrinum á Sauðárkróki.
0
Eins og fram hefur komið getur KR orðið Íslandsmeistari hér í kvöld. KR er 2:1 yfir og vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Vinni Tindastóll verður oddaleikur í Skagafirðinum. Tindastóll hafnaði í 3. sæti í deildinni og KR í 4. sæti.
0
KKÍ teflir ekki á tvær hættur varðandi dómgæsluna og setur Sigmund, Kristin og Leif á þennan leik. Þeir búa yfir yfirgengilegri reynslu en leikirnir sem þeir hafa dæmt eru hátt í 2500 talsins samtals og þá er eingöngu miðað við efstu deild Íslandsmótsins.
0
Þótt Biggi Finns slökkviliðsstjóri sé ekki í bænum þá fylgjast menn á þeim bæ með framkvæmd þessa viðburðar í kvöld enda var þessi íþróttasalur tæplega teiknaður með þennan mannfjölda í huga. En fyrir þessum fjölda eru dæmi. Ekki þarf að fara lengra en ár aftur í tímann þegar KR og Grindavík mættust í oddaleik.
0
Salurinn er nánast orðinn troðfullur þremur korterum fyrir leik. Dr. Ólafur Þ. Harðarson segir að Vesturbæjaríhaldið sé dautt en vesturbæingar hafa greinilega ennþá áhuga á körfuboltaliðinu sínu. Vonandi komast allir heilir frá þessu en í oddaleiknum í fyrra leið yfir fólk vegna hitans sem myndaðist í salnum.
0
Sælir lesendur góðir og verið velkomnir í þessa beinu textalýsingu frá viðureign KR og Tindastóls í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur Garðarsson, Kristinn Óskarsson.

Lýsandi: Kristján Jónsson

Völlur: DHL-höllin, Vesturbæ.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert