Geggjaðasta tilfinning sem ég hef fundið

Þóra Kristín Jónsdóttir í baráttu við Hallviegu Jónsdóttur í kvöld.
Þóra Kristín Jónsdóttir í baráttu við Hallviegu Jónsdóttur í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Þetta er geggjaðasta tilfinning sem ég hef fundið. Það er magnað að vera Íslandsmeistari með þessu liði því við erum allar góðar vinkonur," sagði Þóra Kristín Jónsdóttir í samtali við mbl.is eftir 74:70-sigur Hauka á Val í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Haukar lögðu grunninn að sigrinum með góðri byrjun í þriðja leikhluta. 

„Við bættum í vörnina og vorum mjög sterkar í að skipta. Það bjó til nokkur stig og að lokum sigurinn. Okkur leið mjög vel á vellinum í dag. Þetta er húsið okkar og við ætlum ekki að láta neinn stela þessu af okkur."

Hún var ekki alveg viss hvernig fyrsta Íslandsmeistaratitlinum væri fagnað. 

„Ég veit það ekki alveg. Ætli verðum ekki allar saman og förum að djamma," sagði Þóra og hló. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert