Kristófer Acox úr KR og Helena Sverrisdóttir úr Haukum voru valin leikmenn ársins í Dominos-deildum kvenna- og karla í körfuknattleik en valið var kunngert á lokahófi KKÍ í hádeginu.
Kristófer lék stórt hlutverk með KR-ingum á leiktíðinni og fór á kostum í úrslitakeppninni þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð.
Helena dró vagninn fyrir Haukana en þessi frábæra körfuknattleikskona átti magnað tímabil og átti stærstan þátt í að tryggja Haukum Íslandsmeistaratitilinn.
Dómari ársins í Dominos-deildum karla og kvenna var valinn Sigmundur Már Herbertsson.
Lið ársins í Dominos-deild karla:
Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóli
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli
Kári Jónsson, Haukum
Kristófer Acox, KR
Hlynur Bæringsson Stjörnunni
Þjálfari ársins: Finnur Freyr Stefánsson, KR
Besti ungi leikmaðurinn: Ingvi Þór Guðmundsson, Grindavík
Besti erlendi leikmaðurinn: Antonio Hester, Tindastóli
Prúðasti leikmaðurinn: Axel Kárason, Tindastóli
Varnarmaður ársins: Kristófer Acox, KR
Lið ársins í Dominos-deild kvenna:
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum
Guðbjörg Sverrisdóttir, Val
Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík
Helena Sverrisdóttir, Haukum
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Val
Þjálfari ársins: Ingvar Guðjónsson, Haukum
Besti ungi leikmaðurinn: Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Val
Besti erlendi leikmaðurinn: Danielle Rodriguez, Stjörnunni
Varnarmaður ársins: Dýrfinna Arnardóttir, Haukum
Prúðasti leikmaðurinn: Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík
Lið ársins í 1. deild karla:
Eyjólfur Ásberg Halldórsson, Skallagrími
Snorri Vignisson, Breiðabliki
Sigvaldi Eggertsson, Fjölni
Bjarni Guðmann Jónsson, Skallagrími
Jón Arnór Sverrisson, Hamri
Þjálfari ársins: Finnur Jónsson, Skallagrími
Besti ungi leikmaðurinn: Sigvaldi Eggertsson, Fjölni
Leikmaður ársins: Eyjólfur Ásberg Halldórsson, Skallagrími
Lið ársins í 1. deild kvenna:
Berglind Karen Ingvarsdóttir, Fjölni
Perla Jóhannsdóttir, KR
Hanna Þráinsdóttir, ÍR
Heiða Hlín Björnsdóttir, Þór Ak.
Unnur Lára Ásgeirsdóttir, Þór Ak.
Þjálfari ársins: Benedikt Guðmundsson, KR
Besti ungi leikmaðurinn: Eygló Kristín Óskarsdóttir, KR
Leikmaður ársins: Perla Jóhannsdóttir, KR