Frábært tækifæri að koma aftur heim

„Félagið mitt í Finnlandi varð gjaldþrota, ég var búinn að ákveða að spila þar næstu tvö árin og hætta svo, en því miður gerast svona hlutir,“ sagði körfuboltamaðurinn Jeb Ivey sem skrifaði undir eins árs samning við Njarðvík í dag. 

Ivey kann vel við sig á Íslandi og í Njarðvík þar sem hann lék í tvö tímabil. Hann segir það auðvelda ákvörðun að koma aftur í Njarðvík.

„Ég fékk frábært tækifæri til að koma aftur hingað heim þar sem ég á að vera. Hér vil ég enda ferilinn minn. Ég hef alltaf haft þetta á bak við eyrað, en það virtist ekki ætla að verða að veruleika, en þetta varð svo auðveld ákvörðun að lokum.“

Viðtalið við Ivey má sjá í heild sinni hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert