Sigtryggur Arnar í Grindavík

Sigtryggur Arnar Björnsson spilar í gulu næsta vetur.
Sigtryggur Arnar Björnsson spilar í gulu næsta vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Sigtryggur Arnar Björnsson, einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfubolta á síðasta ári, mun skrifa undir eins árs samning við Grindavík í kvöld. Þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við mbl.is í dag.

Leikstjórnandinn lék með Tindastóli á síðustu leiktíð og Skallagrími þar á undan. Hann skoraði 19,4 stig, tók fjögur fráköst og gaf 3,3 stoðsendingar að meðaltali í 26 leikjum síðasta vetur og átti hann stóran þátt í því að Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta skipti, ásamt því að liðið lék til úrslita við KR um Íslandsmeistaratitilinn.

Sigtryggur, sem hefur verið viðloðandi landsliðið að undanförnu, segir breytingar á liði Tindastóls eiga stóran þátt í sinni ákvörðun. 

„Það voru ákveðnar breytingar á liðinu á meðan ég vildi að sama lið frá því á síðustu leiktíð fengi annað tækifæri til að vinna báða titlana," sagði Sigtryggur sem er spenntur fyrir því að ganga í raðir Grindavíkur. 

„Það eru margir úr byrjunarliðinu farnir, svo þetta verður skemmtileg áskorun, sagði Sigtryggur Arnar Björnsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert