Serbar of sterkir í síðari hálfleik

Ingvi Þór Guðmundsson var stigahæstur í íslenska liðinu.
Ingvi Þór Guðmundsson var stigahæstur í íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola tap í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Chemnitz í Þýskalandi í dag. Ísland mætti þá Serbíu og urðu lokatölur 107:60.

Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 23:22, Serbum í vil. Serbar voru hins vegar sterkari aðilinn í síðustu þremur leikhlutunum og var sigurinn að lokum afar sannfærandi. 

Ingvi Þór Guðmundsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig og Sveinbjörn Jóhannesson gerði tíu stig. Íslenska liðið mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert