Íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hefur leik í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Makedóníu á föstudaginn næsta. Ísland mætir heimamönnum í Makedóníu í fyrsta leik sínum á mótinu og hefst leikurinn klukkan 16:45 að íslenskum tíma.
Mótið fer fram dagana 27.júlí – 5. ágúst og er Ísland í riðli með Makedóníu, Tékklandi, Hollandi, Lúxemborg, Ísrael og Svíþjóð. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti en þrjár efstu þjóðirnar tryggja sér sæti í A-deildinni á næsta ári. 16 þjóðir eru í A-deild, 24 í B-deild og 9 í C-deild.
Viðar Hafsteinsson er þjálfari liðsins og er íslenski hópurinn þannig skipaður:
Arnór Sveinsson, Njarðvík
Dúi Þór Jónsson, Stjarnan
Einar Gísli Gíslason, ÍR
Hilmar Henningsson, Haukar
Hilmar Pétursson, Haukar
Ingimundur Orri Jóhannsson, Stjarnan
Ingvar Hrafn Þorsteinsson, ÍR
Júlíus Orri Ágústsson, Þór Akureyri
Sigvaldi Eggertsson, ÍR
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn
Tristan Gregers Oddgeirsson, KR
Veigar Páll Alexandersson, Njarðvík