Bandarískur bakvörður í Val

Brooke Johnson.
Brooke Johnson. Ljósmynd/Valur Körfubolti á Facebook

Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við bandaríska bakvörðinn Brooke Johnson um að leika  með liðinu í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í vetur.

Í tilkynningu frá félaginu segir að „hún útskrifaðist úr Las Vegas háskólanum í vor og var valin í „All Mountain West“ deildarliðið árin 2017 og 2018.“ Johnson er 22 ára gömul, 181 sentímetra á hæð og getur bæði spilað stöðu bakvarðar og leikstjórnanda.

Í Bandaríkjunum síðasta vetur var hún með, að meðaltali, 16,1 stig, 2,9 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert