Paul Anthony Jones í Stjörnuna

Paul Anthony Jones í leik með Haukum síðasta vor.
Paul Anthony Jones í leik með Haukum síðasta vor. Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Bandaríkjamanninn Paul Anthony Jones um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos-deildinni en hann kemur frá deildarmeisturum Hauka.

Jones gekk til liðs við Hauka síðasta vetur og skoraði að meðaltali 18 stig í leik auk þess að taka sjö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Hann er 194 sentímetrar og getur leyst nokkrar stöður á vellinum. Hann hefur komið víða við á ferlinum og spilað m.a. í Kýpur, Ísrael, Grikklandi og Mexíkó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert