Leifur hættur sem alþjóðlegur dómari

Leifur Garðarsson (fyrir miðju) er hættur sem alþjóðlegur dómari.
Leifur Garðarsson (fyrir miðju) er hættur sem alþjóðlegur dómari. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leifur Garðarsson, einn fremsti körfuboltadómari landsins síðustu ár, er hættur sem alþjóðlegur dómari, þar sem hann varð fimmtugur fyrr á þessu ári. Leifur greindi frá þessu í opnu bréfi í dag. 

Hann mun hins vegar halda áfram að dæma hérlendis og hefur hann ekki lagt flautuna á hilluna. Hér að neðan má sjá bréfið sem Leifur sendi frá sér:

Hinn 1. september sl. lauk alþjóðlegum dómaraferli mínum. Ástæðan einfaldlega sú að ég varð fimmtugur fyrr á þessu ári.

FIBA-ferill sem hófst með dómaranámskeiði og prófum á Rimini á Ítalíu í september árið 1993. Svo kom hlé frá árinu 2004 þar til skírteinið var endurvakið í Weinheim í Þýskalandi árið 2014.

Margar frábærar minningar eins og að dæma á heimaleik hjá Real Madrid, dæma hjá frábærum erlendum leikmönnum, dæma hjá íslenskum leikmönnum í erlendum liðum og fá boð á Euroleague-námskeið í Treviso á Ítalíu árið 2002.

Ég er þakklátur fyrir alla þá reynslu sem ég hef öðlast í alþjóðlegri dómgæslu og ég er þakklátur fyrir þau góðu ráð sem ég hef fengið erlendis til að bæta mig sem körfuknattleiksdómari. Þakklátastur er ég fyrir alla þá góðu vini sem ég hef eignast í gegnum FIBA-ferilinn.

Ég er þakklátur fyrir tækifærið en þótt FIBA-ferlinum sé lokið þá er íslenskur körfubolti ekki laus við mig alveg strax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka