Óvissa ríkir með framtíð Daneros Axels Thomas með íslenska körfuboltalandsliðinu. Danero lék sína fyrstu landsleiki fyrir Ísland gegn Norðmönnum í vínáttuleikjum í byrjun mánaðar.
Danero fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum. Hann er giftur fyrrverandi landsliðskonunni Fanneyju Lind Thomas og fékk íslenskt ríkisfang fyrr á árinu og varð gjaldgengur með íslenska landsliðinu.
Vegna mistaka yfirvalda í New Orleans má Danero hins vegar ekki spila með landsliðinu um stund. Persónuupplýsingar hans glötuðust í fellibylnum Katrínu sem reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna árið 2005 og þurfti hann því að sækja um ný skjöl. Í þeirri umsókn urðu hins vegar mistök.
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.