Blóðtaka fyrir ÍR

Matthías Orri Sigurðarson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla á …
Matthías Orri Sigurðarson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla á ökkla. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍR hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku í Dominos-deild karla í körfuknattleik en leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla á ökkla en þetta staðfesti Borche Ilievski, þjálfari ÍR, í samtali við mbl.is í dag.

„Matti snéri sig illa á ökkla í sigrinum gegn Haukum í síðustu umferð. Við reiknum með því að hann verði frá í fimm vikur. Hann gæti snúið aftur fyrr, hugsanlega eftir þrjár til fjórar vikur, ef allt gengur upp en eins og staðan er í dag þá erum við að reikna með því að hann snúi aftur um mánaðarmótin nóvember/desember,“ sagði Borche í samtali við mbl.is.

ÍR hefur spilað tvo leiki í Dominos-deildinni vetur og unnið einn og tapað einum. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 2 stig en ÍR fór alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði fyrir Tindastól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka