Dýrmætur þristur Ólafs í Grindavík - Stjarnan vann

Ægir Þór Steinarsson með boltann í leiknum við Þór í …
Ægir Þór Steinarsson með boltann í leiknum við Þór í kvöld en hann skoraði 9 stig og gaf 9 stoðsendingar, auk þess að taka 4 fráköst. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík vann nauman sigur á Val, 90:88, í 5. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan hafði nokkra yfirburði gegn Þór Þ. í Garðabæ og vann að lokum með sextán stiga mun, 89:73.

Lokaleikhlutinn í Grindavík í kvöld var hnífjafn og spennandi og má segja að langmesta spennan í leikjum kvöldsins hafi verið þar. Aleks Simeonov jafnaði metin fyrir Val í 86:86 þegar hálf mínúta var eftir, en Ólafur Ólafsson svaraði því með þriggja stiga körfu strax í kjölfarið fyrir heimamenn og hún gerði að lokum útslagið.

Grindavík hefur nú unnið tvo leiki af fimm það sem af er leiktíð en Valsmenn eru enn stigalausir á botni deildarinnar.

Stjarnan var snemma komin með gott forskot á gesti sína úr Þorlákshöfn, 24:14 eftir fyrsta leikhluta og 52:32 í hálfleik, og var aldrei spurning hvernig færi. Stjörnumenn hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu en Þórsarar eru með einn sigur.

Grindavík - Valur 90:88

Röstin, Úrvalsdeild karla, 01. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 6:7, 8:11, 14:14, 19:17, 26:21, 32:26, 36:36, 44:42, 51:44, 59:49, 64:54, 69:61, 69:66, 76:71, 81:79, 90:88.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 24/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 18/8 fráköst, Jordy Kuiper 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tiegbe Bamba 9/8 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 6, Johann Arni Olafsson 5, Hilmir Kristjánsson 4.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Valur: Aleks Simeonov 28/12 fráköst, Kendall Anthony Lamont 27/10 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 10, Oddur Birnir Pétursson 6, William Saunders 5/8 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 5/11 fráköst, Illugi Steingrímsson 3, Gunnar Ingi Harðarson 2, Benedikt Blöndal 2.

Fráköst: 23 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Johann Gudmundsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Stjarnan - Þór Þ. 89:73

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild karla, 01. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 6:0, 20:3, 22:10, 24:14, 29:17, 40:23, 48:25, 52:32, 52:36, 54:36, 61:42, 69:48, 71:51, 73:60, 83:69, 89:73.

Stjarnan: Paul Anthony Jones III 20/6 fráköst, Antti Kanervo 16, Collin Anthony Pryor 12/4 fráköst/5 stolnir, Hlynur Elías Bæringsson 10/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 9/4 fráköst/9 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 9/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Ingimundur Orri Jóhannsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3, Magnús B. Guðmundsson 1.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Þór Þ.: Kinu Rochford 22/9 fráköst, Nikolas Tomsick 16, Halldór Garðar Hermannsson 13/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 6, Ragnar Örn Bragason 6/5 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 5, Emil Karel Einarsson 2/5 fráköst, Benjamín Þorri Benjamínsson 2, Magnús Breki Þórðason 1.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 300

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert