Sannfærandi Keflvíkingar í Breiðholti

Gerald Robinson hjá ÍR sækir að Keflvíkingnum Mantas Mockevicius í …
Gerald Robinson hjá ÍR sækir að Keflvíkingnum Mantas Mockevicius í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík vann sinn fjórða sigur í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið heimsótti ÍR í 5. umferðinni í dag og vann 94:74-sigur. ÍR er nú með tvo sigra og þrjú töp eftir umferðirnar fimm.

Keflvíkingar fóru betur af stað og með afar góða vörn og enn betri nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna sem vopn varð staðan fljótt 22:9, Keflavík í vil. ÍR tók þá örlítið við sér en staðan eftir fyrsta leikhluta var engu að síður 27:15.

Keflavík hélt áfram að bæta í forskotið í upphafi síðari hálfleiks og var staðan þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum 47:27. ÍR sótti í sig veðrið á lokakaflanum og tókst að minnka muninn, en staðan í hálfleik var 52:38.

Eins og í fyrstu tveimur leikhlutunum byrjuðu Keflvíkingar vel og náðu mest 23 stiga forskoti, í þetta skiptið náði ÍR lítið að minnka muninn og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 74:52, Keflavík í vil, og þurfti ÍR á kraftaverki að halda til að eiga möguleika á sigri.

Ekkert slíkt kraftaverk átti sér stað og sannfærandi sigur Keflvíkinga varð raunin. 

ÍR - Keflavík 74:94

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 01. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 5:5, 7:14, 9:22, 15:27, 19:37, 25:41, 32:47, 38:52, 38:56, 42:61, 47:67, 52:74, 56:74, 64:82, 70:91, 74:94.

ÍR: Gerald Robinson 29/15 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/8 fráköst/3 varin skot, Sæþór Elmar Kristjánsson 13/6 fráköst, Justin Martin 12/4 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Daði Berg Grétarsson 2/6 stoðsendingar, Einar Gísli Gíslason 2.

Fráköst: 22 í vörn, 13 í sókn.

Keflavík: Gunnar Ólafsson 20/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Michael Craion 13/6 fráköst, Javier Seco 11/5 fráköst, Mantas Mockevicius 11, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 7, Magnús Már Traustason 5, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 3.

Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 150

ÍR 74:94 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert