Kostnaðarsamt (reiði)kast

Kyrie Irving í leiknum gegn Denver Nuggets.
Kyrie Irving í leiknum gegn Denver Nuggets. AFP

Kyrie Irving, hinn kunni leikmaður Boston Celtics, í NBA-deildinni í körfuknattleik hefur verið sektaður af NBA fyrir óíþróttamannslega framkomu. 

Irving kastaði boltanum upp í áhorfendastúku í bræðiskasti þegar Boston tapaði fyrir Denver 5. nóvember. 

NBA sektaði Irving um 25 þúsund dollara eða tæpar 3 milljónir króna fyrir athæfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert