Fyrsti sigur Breiðabliks í höfn

Breiðablik vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik er Skallagrímur kom í heimsókn í Smárann. Leiknum lauk 85:79-heimakonum í vil.

Breiðablik hafði tapað fyrstu átta leikjum sínum og situr á botni deildarinnar og var fátt sem benti til þess að eitthvað annað en enn eitt tapið væri í uppsiglingu í dag. Skallagrímur fór mikið betur af stað og var yfir nær allan leikinn eða hreinlega fram á lokamínútu leiksins.

Shequila Joseph var stigahæst gestanna með 25 stig og 17 fráköst er Skallagrímur hafði góð tök á leiknum fyrstu þrjá leikhlutana en undir lok sneru heimakonur taflinu við. Sanja Orazovic var stigahæst með 32 stig fyrir Breiðablik og á eftir henni var Kelly Faris með 28.

Breiðablik er enn á botni deildarinnar en nú með tvö stig. Skallagrímur er sem fyrr í 6. sætinu með sex stig.

Breiðablik - Skallagrímur 85:79

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 24. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 3:6, 10:16, 17:20, 19:28, 25:36, 31:39, 38:44, 38:54, 41:54, 52:56, 55:59, 59:64, 67:68, 68:76, 76:78, 85:79.

Breiðablik: Sanja Orazovic 32/10 fráköst, Kelly Faris 28/10 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Björk Gunnarsdótir 17/4 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 6/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 5 í sókn.

Skallagrímur: Shequila Joseph 25/17 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/10 fráköst/6 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 15, Bryesha Blair 8/4 fráköst, Maja Michalska 8/6 fráköst, Ines Kerin 6/6 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 70

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert