Fjölnir jafnaði lið Vestra, Hamars og Hattar að stigum í 2.-5. sæti fyrstu deildar karla í körfubolta í kvöld með mikilvægum sigri á Vestra á heimavelli, 98:93. Hamar vann Sindra á Hornafirði, 104:98.
Fjölnismenn skoruðu fimm síðustu stigin í Grafarvogi í kvöld, eftir að Vestri hafði jafnað metin í 93:93 þegar 55 sekúndur voru eftir. Liðin eru nú hvort um sig með tólf stig, fjórum stigum á eftir toppliði Þórs frá Akureyri.
Hamar mátti hafa fyrir sigrinum gegn Sindra sem er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig. Heimamenn minnkuðu muninn í þrjú stig þegar 37 sekúndur voru eftir, 97:94, en gestirnir stóðust prófið og lönduðu tveimur stigum.
Þórsarar unnu Selfoss á útivelli í gærkvöld, 113:93, á sama tíma og Höttur vann botnlið Snæfells á Egilsstöðum, 84:67. Höttur á leik til góða á önnur lið.
Ice Lagoon höllin, 1. deild karla, 07. desember 2018.
Gangur leiksins: 4:4, 9:11, 19:22, 26:27, 30:32, 33:37, 41:45, 50:52, 57:54, 62:59, 70:67, 74:77, 79:81, 82:86, 86:95, 98:104.
Sindri: Chaed Brandon Wellian 32/17 fráköst, Kenneth Fluellen 30/6 stoðsendingar, Barrington Stevens III 11/6 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 8, Ivan Kekic 8, Brynjar Máni Jónsson 3, Árni Birgir Þorvarðarson 3/9 fráköst, Hallmar Hallsson 3.
Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.
Hamar: Everage Lee Richardson 24/16 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Milekic 22/13 fráköst, Arnór Sveinsson 14, Dovydas Strasunskas 13, Florijan Jovanov 12, Geir Elías Úlfur Helgason 11, Oddur Ólafsson 5, Gabríel Sindri Möller 3.
Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Friðrik Árnason, Sigurbaldur Frimannsson.
Áhorfendur: 130
Dalhús, 1. deild karla, 07. desember 2018.
Gangur leiksins: 9:2, 12:10, 17:16, 24:21, 27:29, 31:35, 39:42, 46:47, 53:49, 59:59, 66:66, 70:70, 76:76, 84:82, 89:89, 98:93.
Fjölnir: Anton Olonzo Grady 30/20 fráköst, Srdan Stojanovic 18, Vilhjálmur Theodór Jónsson 18/5 fráköst, Róbert Sigurðsson 14, Rafn Kristján Kristjánsson 10, Andrés Kristleifsson 5/4 fráköst, Egill Agnar Októsson 3.
Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.
Vestri: André Huges 43/7 fráköst/5 stoðsendingar, Nebojsa Knezevic 24/8 stoðsendingar, Hugi Hallgrímsson 11/5 fráköst, Gunnlaugur Gunnlaugsson 6/5 fráköst, Nökkvi Harðarson 4/5 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 3, Hilmir Hallgrímsson 2.
Fráköst: 23 í vörn, 3 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.