Martin með flestar stoðsendingar í tapi

Martin Hermannsson var með flestar stoðsendingar hjá Alba.
Martin Hermannsson var með flestar stoðsendingar hjá Alba. Ljósmynd/http://www.eurocupbasketball.com

Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir Alba Berlín sem tapaði nokkuð óvænt fyrir Löwen Braunschweig í efstu deild Þýskalands í körfubolta í dag, 83:79. 

Martin skoraði 11 stig, tók 1 frákast og gaf fimm stoðsendingar, fleiri en aðrir í liði Alba Berlín í leiknum. 

Eftir tapið er Alba fallið niður í þriðja sæti deildarinnar þar sem liðið er með 20 stig, sex stigum minna en topplið Bayern. Braunschweig er í 4.-6. sæti deildarinnar með 18 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert