Valskonur unnu góðan 78:70-heimasigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Með sigrinum komst Valur upp í 16 stig og munar nú aðeins fjórum stigum á Val og toppliðunum.
Heather Butler var stigahæst hjá Val með 22 stig og Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 13 stig. Kristen McCarthy skoraði 29 stig og tók 16 fráköst hjá Snæfelli. Valur er nú búinn að vinna fjóra leiki í röð og sex af síðustu sjö.
Landsliðskonan Bríet Sif Hinriksdóttir átti ótrúlegan leik fyrir Stjörnuna og skoraði 37 stig í 101:80-útisigri á Breiðabliki. Danielle Rodriguez átti einnig glæsilegan leik fyrir Stjörnuna og skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Sanja Orazovic skoraði 25 stig fyrir Breiðablik.
Stjarnan er áfram í fimmta sæti með 16 stig en Breiðablik er á botninum með aðeins tvö stig.
Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 05. janúar 2019.
Gangur leiksins:: 7:1, 15:9, 21:11, 30:14, 32:19, 34:23, 44:26, 47:32, 49:37, 54:39, 60:50, 65:56, 68:56, 70:58, 72:64, 78:70.
Valur: Heather Butler 22/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13, Hallveig Jónsdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 12/11 fráköst/5 stoðsendingar, Simona Podesvova 9/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/4 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/6 fráköst.
Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 29/16 fráköst/7 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 14, Katarina Matijevic 10/6 fráköst, Angelika Kowalska 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/5 fráköst.
Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 30
Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 05. janúar 2019.
Gangur leiksins:: 6:7, 13:9, 18:17, 19:23, 22:27, 29:35, 33:45, 36:53, 36:60, 42:67, 49:71, 56:78, 62:83, 69:90, 73:97, 80:101.
Breiðablik: Sanja Orazovic 25/10 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 17/9 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 9, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/7 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 9/7 stoðsendingar, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 6, Hafrún Erna Haraldsdóttir 3, Björk Gunnarsdótir 2/5 fráköst.
Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.
Stjarnan: Bríet Sif Hinriksdóttir 37/5 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 27/10 fráköst/16 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 15/9 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/11 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 7/7 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 5.
Fráköst: 34 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Sigurbaldur Frimannsson.
Áhorfendur: 110