Kristófer varð fyrir rasisma í Síkinu

Kristófer Acox.
Kristófer Acox. mbl.is/Árni Sæberg

Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá KR, varð fyrir rasisma frá stuðningsmanni Tindastóls er liðin mættust í Dominos-deildinni í kvöld. Hann greinir frá þessu á Twitter-reikningi sínum. 

Kristófer greinir frá að stuðningsmaður Tindastóls hafi kallað á Inga Þór Steindórsson, þjálfara KR, og sagt honum að setja Kristófer aftur í apabúrið. Kristófer bætir við að hann ætli ekki að láta atvikið eyðileggja magnaðan sigur. 

KR var mest 21 stigi undir í kvöld, en sneri taflinu sér í vil með mögnuðum lokakafla og sigri í framlengingu. Hér að neðan má sjá Twitter-færslu Kristófers. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert