Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá KR, varð fyrir rasisma frá stuðningsmanni Tindastóls er liðin mættust í Dominos-deildinni í kvöld. Hann greinir frá þessu á Twitter-reikningi sínum.
Kristófer greinir frá að stuðningsmaður Tindastóls hafi kallað á Inga Þór Steindórsson, þjálfara KR, og sagt honum að setja Kristófer aftur í apabúrið. Kristófer bætir við að hann ætli ekki að láta atvikið eyðileggja magnaðan sigur.
KR var mest 21 stigi undir í kvöld, en sneri taflinu sér í vil með mögnuðum lokakafla og sigri í framlengingu. Hér að neðan má sjá Twitter-færslu Kristófers.
aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!
— Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019