Svakalegur þristur Tomsick dugði Þór Þ.

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Þór Þ. vann 96:95-sigur á ÍR í Breiðholtinu í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Um sannkallaðan háspennuleik var að ræða en úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunni.

Það var ekki ýkja mikið sem skildi liðin að í fyrri hálfleik. Slóveninn Jaka Brodnik var drjúgur í upphafi leiks og átti stóran þátt í að Þórsarar tóku fyrsta leikhlutann, 25:23, en ÍR-ingar færðu sig snarlega upp á skaftið. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 11 stig fyrir hálfleik, Sigurður Gunnar Þorsteinsson lét mikið að sér kveða undir körfunni og ÍR-ingar tóku annan leikhluta nokkuð sannfærandi, 27:19, og voru því sex stigum yfir í hálfleik, 50:44.

Í þriðja leikhluta var svo aftur komið að gestunum og nú var það Halldór Garðar Hermannsson sem skoraði 15 af 29 stigum Þórsara í leikhlutanum er leikurinn hélt áfram að vera í járnum en staðan var 74:73 fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Fjórði leikhlutinn var svo ótrúlegur, fyrst tóku heimamenn átta stiga forystu áður en Þórsarar jöfnuðu og var leikurinn hnífjafn allt til enda en þegar fimm sekúndur voru eftir skoraði Nikolas Tomsick ótrúlega þriggja stiga körfu úr gríðarlega erfiðu færi og þar við sat.

ÍR – Þór Þ. 95:96

Hertz-hellirinn, Dominos-deild karla, 3. febrúar 2019.

Gangur leiksins: 2:2, 11:6, 17:14, 23:25, 29:29, 36:33, 43:48, 50:44, 57:47, 63:55, 67:65, 74:73, 77:76, 85:81, 88:87, 95:96.

ÍR: Gerald Robinson 25/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 15, Matthías Orri Sigurðarson 13/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/12 fráköst, Kevin Capers 11/8 fráköst/4 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 9, Sæþór Elmar Kristjánsson 8, Trausti Eiríksson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 11 í sókn.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 24/9 fráköst/7 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 23, Jaka Brodnik 22, Emil Karel Einarsson 13/5 fráköst, Kinu Rochford 12/14 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 2.

Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Jóhann Guðmundsson

Áhorfendur: 113.

ÍR 95:96 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka