Valur yfirbugaði Snæfell í fjórða leikhluta

Kristen McCarthy sækir að körfu Vals í Laugardalshöllinni í kvöld.
Kristen McCarthy sækir að körfu Vals í Laugardalshöllinni í kvöld. mbl.is/Eggert

Af­leit­ur fjórði leik­hluti reynd­ist Snæ­felli dýr þegar liðið mætti Val í undanúr­slit­um Geys­is­bik­ars kvenna í körfuknatt­leik í Laug­ar­dals­höll­inni í kvöld en leikn­um lauk með ell­efu stiga sigri Vals, 83:72.

Snæ­fell byrjaði leik­inn mun bet­ur og leiddi með tíu stig­um eft­ir fyrsta leik­hluta, 24:14. Snæ­fell náði mest ell­eftu stiga for­skoti í öðrum leik­hluta en alltaf kom Valsliðið til baka og í hálfleik var staðan 45:42, Val í vil. Snæ­fellsliðið mætti miklu ákveðnara til leiks í seinni hálfleik­inn og þeim tókst að vinna upp mun Valsliðsins og Snæ­fell leiddi með tveim­ur stig­um fyr­ir fjórða leik­hluta. Þar reynd­ist Valsliðið mun sterk­ara og svo fór að Val­ur fagnaði ör­ugg­um sigri í leiks­lok.

Vals­stúlk­ur voru langt frá því að spila sinn besta körfu­bolta, sér­stak­lega í fyrri hálfleik. Þeim tókst hins veg­ar alltaf að hanga inni í leikn­um, þökk sé Darra Frey Atla­syni, þjálf­ara Vals, sem tók leik­hlé á hár­rétt­um tíma­punkt­um í fyrri hálfleik. Helena Sverr­is­dótt­ir lét lítið að sér kveða í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik steig hún svo sann­ar­leg upp en hún skoraði 33 stig í leikn­um, tók tólf frá­köst og gaf sjö stoðsend­ing­ar.

Snæ­fells­stúlk­ur spiluðu frá­bær­an körfu­bolta í þrjá leik­hluta en það er ekki nóg í bikar­úr­slit­um og gegn jafn sterku liði og Val. Snæ­fell átti af­leit­an fjórða leik­hluta þar sem liðinu tókst ein­ung­is að skora 12 stig gegn 25 stig­um Vals. Varn­ar­leik­ur liðsins var gríðarlega öfl­ug­ur fram­an af og að sama skapi var Snæ­fell með leik­inn al­gjör­lega í hönd­um sér fyr­ir fjórða leik­hlut­ann. Svo virðist sem ákveðin þreyta hafi verið kom­in í leik­menn liðsins sem lögðu mikla orku í leik­inn og því fór sem fór.

Val­ur mæt­ir því Stjörn­unni í úr­slita­leik um Geys­is­bik­ar­inn á laug­ar­dag­inn næsta en hvor­ugt lið hef­ur unnið bik­ar­keppn­ina áður, en þre­fald­ir bikar­meist­ar­ar Snæ­fells eru úr leik.

Val­ur - Snæ­fell 83:72

Laug­ar­dals­höll, Bik­ar­keppni kvenna, 13. fe­brú­ar 2019.

Gang­ur leiks­ins: 2:3, 8:11, 12:15, 14:24, 20:26, 26:31, 33:42, 45:42, 47:49, 53:54, 58:58, 58:60, 66:60, 70:62, 78:66, 83:72.

Val­ur: Helena Sverr­is­dótt­ir 33/​12 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Heather Butler 27, Hall­veig Jóns­dótt­ir 7, Guðbjörg Sverr­is­dótt­ir 7, Ásta Júlía Gríms­dótt­ir 4, Simona Podes­vova 3/​14 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Dag­björt Dögg Karls­dótt­ir 2.

Frá­köst: 29 í vörn, 3 í sókn.

Snæ­fell: Kristen Denise McCart­hy 24/​9 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar/​10 stoln­ir, Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir 15, Berg­lind Gunn­ars­dótt­ir 11, Kat­ar­ina Matij­evic 8/​7 frá­köst, Ang­elika Kowalska 8/​4 frá­köst, Re­bekka Rán Karls­dótt­ir 3, Björg Guðrún Ein­ars­dótt­ir 3.

Frá­köst: 16 í vörn, 6 í sókn.

Dóm­ar­ar: Leif­ur S. Garðars­son, Davíð Tóm­as Tóm­as­son, Eggert Þór Aðal­steins­son.

Áhorf­end­ur: 300

Val­ur 83:72 Snæ­fell opna loka
mín.
40 Leik lokið
83:72 - Leik lokið með ellefu stiga sigri Vals sem mætir Stjörnunni í úrslitaleik á laugardaginn næsta.
39
83:72 - Þrettán sekúndur eftir af þessu og Darri tekur leikhlé við litla hrifiningu Snæfellsliðsins.
39
81:70 - Rúmlega 40 sekúndur eftir af þessu og ég fullyrði það að tíminn er ekki nægur fyrir Hólmara til þess að jafna þennan leik. Valur er að fagna sigri.
38
81:66 - Game Over! Helena með þrist og núna er þetta einfaldlega of mikill munur fyrir Snæfellsliðið til þess að brúa.
37
75:66 - Heather Butler með þrist! Tólf stiga munur og núna verður þetta erfitt fyrir Snæfell. Þær eru ekki að spila sóknarleikinn vel og Valsliðið er með töggl og haldir á leiknum þessa stundina.
36
73:66 - Snæfell svarar með tveimur auðveldum körfum. Munurinn sjö stig og þrjár og hálf mínúta eftir af þessu.
36
73:62 - Dagbjörg Dögg! Setur niður þriggja stiga körfu og munurinn ellefu stig.
35
70:62 - Loksins skorar Snæfell eftir fimm mínútur í fjórða leikhluta. Angelika minnkar þetta niður í átta stig.
33
70:60 - Vá! Munurinn allt í einu orðinn tíu stig og Snæfell getur ekki keypt sér körfu. Þær verða að fara setja stig á töfluna ef þær ætla sér að hanga inn í þessum leik.
33
68:60 - Guðbjörg undir körfunni og beint ofaní. Munurinn átta stig, Snæfell á ennþá eftir að skora í fjórða leikhluta.
32
64:60 - Guðbjörg Sverrisdóttir úr horninu með hreina þriggja stiga körfu og Valsliðið leiðir með fjórum stigum. Baldur tekur leikhlé.
31
61:60 - Heather Butler byrjar þennan fjórða leikhluta með látum. Setur niður þriggja stiga körfu og kemur Valsliðinu yfir!
31 Fjórði leikhluti hafinn
58:60
30 Þriðja leikhluta lokið
58:60 -Katarina klikkar á galopnu tveggja stiga skoti á lokasekúndunni og Snæfell leiðir með tveimur stigum fyrir fjórða leikhluta.
29
58:60 - Berglind brýtur sér leið að körfunni og skorar! Snæfell komið aftur yfir og Snæfell fær síðustu sókn þriðja leikhluta.
27
58:58 - Heather Butler jafnar metin fyrir Valsliðið með fallegum þristi úr horninu.
26
55:56 - Og þá minnkar Helena muninn í eitt stig undir körfunni. Það er hart tekist á hérna og dómararnir eru að leyfa mikið.
25
53:56 - Þetta er svo fljótt að breytast! Sóknarleikurinn ekki að ganga jafn smurt hjá Snæfellsliðinu og Valskonur minnka þetta í þrjú stig.
24
49:54 - Snæfellsliðið er spila svakalegan varnarleik og Valur á engin svör! Gunnhildur Gunnarsdóttir var að henda niður þristi og munurinn er núna fimm stig.
23
47:49 - Ég skal segja ykkur það. Gunnhildur klikkar á vítaskotinu, Snæfell hirðir frákastið og Björg Guðrún hendir í þriggja stiga körfu! Snæfell komið yfir á nýjan leik.
22
47:46 - Gunnhildur Gunnarsdóttir! Sú er tilbúin í þetta. Brýtur sér leið í gegn, skorar og fær villu að auki.
21
47:42 - Ásta Júlía skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks og munurinn fimm stig.
21 Síðari hálfleikur hafinn
45:42
20 Hálfleikur
45:42 - Katarina skorar þriggja stiga flautukörfu en dómararnir ákveða að skoða körfuna og dæma hana ógilda. Valur leiðir með þremur stigum í hálfleik.
19
44:42 - Valsstúlkur komnar yfir í fyrsta sinn síðan í fyrsta leikhluta.
19
42:42 - Helena Sverrisdóttir jafnar metin og núna eru skotin ekki að detta hjá Snæfelli.
19
40:42 - Heather Butler með þriggja stiga körfu og hún minnkar þetta niður í tvö stig! Valsstúlkur að vakna.
18
36:42 - Þriggja stiga veisla í Höllinni! Sex þriggja stiga körfur í röð!
17
30:39 - Þessi leikur er ótrúlegur. Liðin skiptast á að gera áhlaup eftir hvert einasta leikhlé sem tekið er. Núna er munurinn orðinn 9 stig. Rebekka og Berglind báðar með laglegar þriggja stiga körfur.
15
28:31 - Munurinn allt í einu orðinn þrjú stig og Baldur hefur séð nóg og tekur leikhlé.
15
26:31 - Guðbjörg minnkar þetta á vítalínunni niður í fimm stig og Valsstúlkur eru með boltann.
14
20:31 - Vá hvað þetta er fljótt að gerast hérna í Laugardalshöll. Valskonur voru búnar að minnka forskot Snæfells í fjögur stig en núna er munurinn orðinn ellefu stig og Darri tekur leikhlé! Hrikalega skemmtilegur leikur.
13
20:29 - Gunnhildur er sjóðandi heit fyrir utan. Hennar önnur þriggja stiga karfa í leiknum.
13
20:26 - Jæja! Berglind skorar fyrstu körfu Snæfells í öðrum leikhluta eftir hraðaupphlaup.
12
20:24 - Þetta er svo sannarlega fljótt að breytast. Munurinn á liðunum allt í einu fjögur stig og Baldur tekur leikhlé.
12
17:24 - Tvær mínútur búnar af öðrum leikhluta og Snæfell á ennþá eftir að skora körfu.
11
17:24 - Heather Butler minnkar muninn í sjö stig með tveggja stiga körfu og víti að auki.
11 Annar leikhluti hafinn
14:24
10 Fyrsta leikhluta lokið
14:24 - Fyrsta leikhluta lokið og Snæfellsliðið mætir svo sannarlega tilbúið til leiks. Munurinn á liðunum tíu stig.
9
14:22 - Munurinn allt í einu orðinn átta stig. Snæfellsliðið leikur á alls oddi.
8
14:18 - Helena að skjóta sig í gang. Setur niður fallega tveggja stiga körfu. Vonandi fyrir Valssliðið er hún komin í gang.
7
10:15 - Kristen McCarthy prjónar sig í gegn og kemur Snæfelli fimm stigum yfir. Darri hefur séð nóg og tekur leikhlé. Varnarleikur Vals slakur þessar fyrstu mínútur.
5
8:11 - Helena Sverrisdóttir með rándýra sendingu upp allan völlinn á Hallveigu sem klárar vel. Munurinn þrjú stig.
4
6:11 - Kristen McCarthy fer frábærlega af stað í þessum leik og er komin með sjö stig strax á fyrstu fjórum mínútunum.
3
4:5 - Snæfellsstúlkur aðeins seinar í gang en þær eru komnar yfir. Eru að spila sig vel í gegnum svæðisvörn Valsliðisins og fá góðar körfur undir körfunni.
1
2:0 - Helena Sverrisdóttir skorar fyrstu stig leiksins eftir að hún keyrir á körfuna og kemur boltanum framhjá varnarmönnum Snæfells.
1 Leikur hafinn
Þá er seinni undanúrslitaleikur kvöldsins kominn af stað og það eru Valskonur sem hafa betur í uppkastinu.
0
Leikmannahópur Snæfells er þannig skipaður: 3. Angelika Kowalska 5. Kristen McCarthy 7. Björg Guðrún Einarsdóttir 9. Katarina Matijevic 10. Gunnhildur Gunnarsdóttir 11. Beglind Gunnarsdóttir 13. Anna Soffía Lárusdóttir 16. Tinna Alexandersdóttir 18. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 24. Rebekka Rán Karlsdóttir
0
Leikmannahópur Vals er þannig skipaður: 4. Guðbjörg Sverrisdóttir 5. Tanja Kristín Árnadóttir 6. Hallveig Jónsdóttir 8. Aníta Rún Árnadóttir 9. Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10. Simona Podesvova 11. Kristín María Matthíasdóttir 12. Heather Butler 13. Dagbjört Samúelsdóttir 14. Bergþóra Tómasdóttir 15. Ásta Júlía Grímsdóttir 24. Helena Sverrisdóttir
0
Valur er í þriðja sæti úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik með 28 stig en Snæfell er í fjórða sætinu með 24 stig.
0
Valuskonur hafa aldrei unnið bikarinn en þær töpuðu sínum eina úrslitaleik 2013. Snæfell hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari. Árin 2012, 2014 og 2016.
0
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu mbl.is héðan úr Laugardalshöll frá leik Vals og Snæfells í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í körfubolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Davíð Tómas Tómasson og Eggert Þór Aðalsteinsson

Lýsandi: Bjarni Helgason

Völlur: Laugardalshöll

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert