„Stuðningsmennirnir héldu okkur gangandi“

Brandon Rozzell skýtur að körfu Njarðvíkur í dag en hann …
Brandon Rozzell skýtur að körfu Njarðvíkur í dag en hann skoraði 30 stig og var valinn maður leiksins. mbl.is/Eggert

Banda­ríkjamaður­inn Brandon Rozzell var val­inn maður bikar­úr­slita­leiks­ins þegar Stjarn­an sigraði Njarðvík 84:68 í úr­slit­um Geys­is-bik­ar­keppn­inn­ar í Laug­ar­dals­höll í dag. Rozzell skoraði 30 stig og var bratt­ur þegar mbl.is tók hann tali. 

„Þetta var frá­bær upp­lif­un enda erum við gott lið og hér rík­ir hálf­gerð fjöl­skyldu­stemn­ing. Leik­irn­ir í undanúr­slit­um og úr­slit­um voru báðir erfðir. Þetta var allt annað en auðvelt og við þurft­um að berj­ast fyr­ir þessu. Ég er þakk­lát­ur fyr­ir tæki­færið. Ég var mjög hrif­inn af því hvernig stuðnings­menn okk­ar stóðu við bakið á okk­ur í dag. Í hvert skipti sem við virt­umst vera að tapa for­yst­unni þá náðu þeir að halda okk­ur gang­andi þegar á þurfti að halda. Ég þakka þeim fyr­ir stuðning­inn og stuðnings­menn Njarðvík­ur geta einnig verið stolt­ir af sinni fram­göngu,“ sagði Rozzell sem kom til Stjörn­unn­ar í upp­hafi árs. Allt virðist ganga upp hjá liðinu eft­ir að hann bætt­ist við leik­manna­hóp­inn því Stjarn­an hef­ur nú unnið fjór­tán leiki í röð í deild og bik­ar. 

„Ástin er mik­il í liðinu,“ sagði Rozzell og brosti en bætti við á al­var­legri nót­um. „Við erum bara með eitt mark­mið og það er að vinna. Öllum er sama um töl­urn­ar hjá ein­stak­ling­un­um. Það skipt­ir ekki máli hvort ég skori 30 stig eða ein­hver ann­ar á meðan við vinn­um leik­ina. Þegar hóp­ur leik­manna er til­bú­inn til að vinna sam­an og hlusta á þjálf­ar­ann þá eru mögu­leik­arn­ir enda­laus­ir,“ sagði Rozzell enn­frem­ur við mbl.is. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert