Hlynur kveður landsliðið á fimmtudaginn

Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöld.
Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöld. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði í körfubolta, hefur ákveðið að leikur Íslands við Portúgal í Laugardalshöll á fimmtudagskvöld verði hans síðasti landsleikur.

Þar með gefst körfuboltaáhugafólki tækifæri til að kveðja tvo af dáðustu leikmönnum í sögu íslenska landsliðsins á fimmtudaginn því áður var ljóst að Jón Arnór Stefánsson myndi spila sinn 100. og síðasta landsleik. Hlynur mun leika sinn 125. landsleik.

Hlynur var aðeins 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Makedóníu, árið 2000, en hann var á þeim tíma leikmaður Skallagríms í Borgarnesi. Hlynur kom inn á í þrjár mínútur í leiknum og tök tvö fráköst. Líkt og Jón Arnór hefur Hlynur farið með íslenska landsliðinu tvisvar í lokakeppni EM, árin 2015 og 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert