Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið 17 leikmenn í síðustu tvo leiki Íslands í riðli liðsins í forkeppni EM 2021, gegn Portúgal og Belgíu.
Leikið verður við Portúgal í Laugardalshöll á fimmtudagskvöld og gegn Belgíu á útivelli 24. febrúar. Belgía hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Ísland og Portúgal berjast um 2. sæti. Jón Arnór Stefánsson leikur sinn 100. og síðasta landsleik gegn Portúgal á fimmtudaginn.
Pedersen var á meðal áhorfenda í Laugardalshöll í bikarvikunni og sá meðal annars Stjörnuna landa bikarmeistaratitlinum. Hann valdi þrjá leikmenn úr bikarmeistaraliðinu og alls átta leikmenn sem voru á ferðinni í Höllinni í undanúrslitum og úrslitum Geysisbikarsins.
Æfingahópurinn:
Collin Pryor · Stjarnan
Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík
Gunnar Ólafsson · Keflavík
Haukur Helgi Briem Pálsson · Nanterre 92, Frakklandi
Haukur Óskarsson · Haukar
Hjálmar Stefánsson · Haukar
Hlynur Bæringsson · Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Jón Arnór Stefánsson · KR
Kristinn Pálsson · Njarðvík
Kristófer Acox · KR
Maciej Baginski · Njarðvík
Martin Hermannsson · Alba Berlín, Þýskalandi
Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík
Tryggvi Snær Hlinason · Monbus Obradoiro, Spánn
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan