Keflavík ekki í vanda með Val

Michael Craion og félagar í Keflavík unnu öruggan sigur í …
Michael Craion og félagar í Keflavík unnu öruggan sigur í kvöld. mbl.is/Hari

Keflavík styrkti stöðu sína í toppbaráttu Dominos-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Val, 101:77, í lokaleik kvöldsins.

Keflavík var yfir allan leikinn, en staðan í hálfleik var 56:41. Valsmenn náðu aldrei að ógna forskotinu að ráði eftir hlé og að lokum unnu Keflvíkingar 101:77.

Michael Craion og Ágúst Orrason skoruðu báðir 16 stig fyrir Keflavík en hjá Val var Austin Bracey stigahæstur með 12 stig.

Keflavík jafnaði þar með Stjörnuna og Tindastól að stigum í 2.-4. sætinu, en Stjarnan á leik til góða gegn Grindavík á morgun og getur þar jafnað Njarðvík á toppnum. Valur er í 10. sæti með 14 stig.

Keflavík er nú með 30 stig í fjórða sætinu með jafn mörg stig og Tindastóll sem einnig vann sinn leik í kvöld gegn Skallagrími eins og mbl.is hafði þegar greint frá. Valsmenn eru hins vegar í 10. sætinu með 14 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

Keflavík - Valur 101:77

Blue-höllin, Úrvalsdeild karla, 10. mars 2019.

Gangur leiksins:: 6:10, 12:14, 21:20, 28:21, 36:24, 38:28, 47:36, 56:41, 60:41, 65:44, 73:47, 82:52, 88:59, 93:59, 98:68, 101:77.

Keflavík: Michael Craion 16/7 fráköst/8 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/5 fráköst, Reggie Dupree 15/7 fráköst, Mindaugas Kacinas 14/9 fráköst, Magnús Már Traustason 11/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 11, Magnús Þór Gunnarsson 5, Sigurður Hólm Brynjarsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Austin Magnus Bracey 12, Aleks Simeonov 11/5 fráköst, Illugi Auðunsson 10/8 fráköst, Benedikt Blöndal 9, Oddur Birnir Pétursson 8/4 fráköst, Illugi Steingrímsson 8, Dominique Deon Rambo 7/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/4 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 4/7 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 2, Nicholas Schlitzer 2.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 246

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert