Óvæntur sigur Breiðabliks á KR

Breiðablik vann óvæntan sigur á KR.
Breiðablik vann óvæntan sigur á KR. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Botnlið Breiðabliks vann óvæntan 87:86-útisigur á KR í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. KR byrjaði betur og var staðan í hálfleik 55:37. Breiðablik vann hins vegar þriðja leikhlutann 33:9 og lagði grunninn að sigrinum í leiðinni. 

KR náði að jafna í 86:86 þegar skammt var eftir en Ivory Crawford skoraði á vítalínunni þremur sekúndum fyrir leikslok og tryggði Breiðabliki sigurinn. Crawford var stigahæst hjá Breiðabliki með 34 stig og tók hún auk þess 28 fráköst.

Kiana Johnson skoraði 34 stig fyrir KR og tók tíu fráköst. Breiðablik er enn í botnsætinu, nú með átta stig, en KR er í fjórða sæti með 30 stig og í harðri baráttu um að ná sæti í úrslitakeppninni. 

Snæfell er einnig með 30 stig eftir 71:63-sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Leikurinn var mjög jafn heilt yfir, en Snæfell lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Maja Michalska gerði 20 fyrir Skallagrím. 

Skallagrímur - Snæfell 63:71

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 20. mars 2019.

Gangur leiksins:: 4:4, 8:8, 12:10, 18:14, 22:21, 27:23, 28:31, 34:39, 34:39, 37:45, 41:52, 47:55, 49:57, 53:63, 56:63, 63:71.

Skallagrímur: Maja Michalska 20/10 fráköst, Shequila Joseph 19/15 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 14, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/8 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn.

Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 24/4 fráköst, Angelika Kowalska 20/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 5, Katarina Matijevic 4/16 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Friðrik Árnason, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 95

KR - Breiðablik 86:87

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 20. mars 2019.

Gangur leiksins:: 6:6, 12:10, 19:14, 29:18, 35:21, 42:25, 50:32, 55:37, 60:43, 64:53, 64:62, 64:70, 66:70, 69:75, 78:84, 86:87.

KR: Kiana Johnson 34/10 fráköst/7 stoðsendingar, Orla O'Reilly 18/6 fráköst/7 stoðsendingar, Vilma Kesanen 18, Unnur Tara Jónsdóttir 14/7 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 4 í sókn.

Breiðablik: Ivory Crawford 34/28 fráköst/7 stoðsendingar, Sanja Orazovic 26, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 15, Sóllilja Bjarnadóttir 10/4 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Aron Rúnarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 120

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert