Stærsta tap meistaranna

Luka Doncic var með þrefalda tvennu í liði Dallas.
Luka Doncic var með þrefalda tvennu í liði Dallas. AFP

Dallas Mavericks lék meistarana í Golden State Warriors grátt í nótt þegar liðin áttust við í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Dallas vann öruggan sigur 126:91 og var þetta versta tap meistaranna á leiktíðinni. Luka Doncic var með þrefalda tvennu í liði Dallas en hann skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar og hinn 40 ára gamli Dirk Nowitzki skoraði 21 stig en þetta verður síðasta tímabil Þjóðverjans í NBA-deildinni. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Golden State, sem lék án Stephen Curry.

Kemba Walker skoraði 18 af 36 stigum sínum fyrir Charlotte Hornets í fjórða leikhluta þegar liðið hafði betur gegn Boston Celtics 124:117 og á Charlotte enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Walker tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Boston með 31 stig.

Úrslitin í nótt:

Atlanta - Philadelphia 129:127
Washington - Miami 108:113
Portland - Detroit 117:112
Sacramento - Phoenix 112:103
Chicago - Utah 83:114
Memphis - Minnesota 99:112
Charlotte - Boston 124:117
Golden State - Dallas 91:126

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert