Dinkins var best í vetur

Brittanny Dinkins hefur leikið mjög vel með Keflavík í allan …
Brittanny Dinkins hefur leikið mjög vel með Keflavík í allan vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brittanny Dinkins, bandaríska körfuknattleikskonan úr Keflavík, var besti leikmaður Dominos-deildar kvenna keppnistímabilið 2018-2019, að mati Morgunblaðsins.

Dinkins var í fararbroddi hjá Keflavíkurliðinu frá fyrsta til síðasta leiks. Hún var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 835 stig, eða 29,82 að meðaltali í leik, var þriðja í flestum fráköstum með 330, eða 11,79 í leik, og var einnig þriðja í stoðsendingum með 189, eða 6,75 í leik. Þá fékk hún flest framlagsstig allra leikmanna í deildinni, samtals 973, eða 34,75 að meðaltali í leik.

Dinkins er 25 ára gömul og lék sitt annað tímabil með Keflavík en hún kom til félagsins beint frá Southern Mississippi háskóla þar sem hún var í fjögur ár og var m.a. valin besti varnarmaðurinn í sinni deild. Með Dinkins í fararbroddi er Keflavík líklega eina liðið sem gæti komið í veg fyrir sigur Vals í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst í næstu viku en þar leikur Keflavík gegn Stjörnunni í undanúrslitum og er fyrsti leikur liðanna á dagskránni á þriðjudagskvöldið kemur, 2. apríl. Valur og KR leika sinn fyrsta leik sólarhring síðar.

Sjá úrvalslið vetrarins sem birt er í íþróttablaði  Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert