Fjölnir komið yfir í einvíginu gegn Hamri

Róbert Sigurðsson sækir að Everage Lee Richardson í Grafarvoginum í …
Róbert Sigurðsson sækir að Everage Lee Richardson í Grafarvoginum í kvöld. mbl.is/Eggert

Fjölnir er kominn í lykilstöðu í einvígi sínu gegn Hamri í úrslitaeinvígi um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 102:94-sigur liðsins í þriðja leik liðanna í Grafarvoginum í kvöld.

Fjölnir leiðir nú í einvíginu, 2:1, en Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur í kvöld og leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta.

Fjölnismenn voru sterkari aðilinn í öðrum og þriðja leikhluta og leiddu með átta stigum fyrir fjórða leikhluta. Þann mun tókst Hamar ekki að brúa og Fjölnismenn fögnuðu því sigri. Marques Oliver var gríðarlega öflugur í liði Fjölnis í kvöld með 25 stig, fimmtán fráköst og 4 stoðsendingar.

Hjá Hamar var Everage Lee Richardson stigahæstur með 26 stig, þrettán fráköst og sex stoðsendingar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Hveragerði þann 15.apríl næstkomandi en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni.

Fjölnir - Hamar 102:94

Dalhús, 1. deild karla, 12. apríl 2019.

Gangur leiksins:: 5:4, 14:7, 22:17, 29:25, 38:33, 46:39, 52:44, 56:51, 64:55, 70:60, 74:67, 83:75, 85:84, 88:90, 93:90, 102:94.

Fjölnir: Marques Oliver 25/15 fráköst, Srdan Stojanovic 24, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 14/6 fráköst/7 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 12/8 fráköst, Egill Agnar Októsson 11, Hlynur Logi Ingólfsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Hamar: Everage Lee Richardson 26/13 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 24, Julian Rajic 14, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Florijan Jovanov 6, Oddur Ólafsson 5, Dovydas Strasunskas 4, Marko Milekic 4/7 fráköst, Kristófer Gíslason 3.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka