Halldór og Pálína aðstoða Benedikt

Benedikt Guðmundsson þjálfari kvennalandsliðsins í körfuknattleik.
Benedikt Guðmundsson þjálfari kvennalandsliðsins í körfuknattleik. mbl.is/Hari

Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, hefur fengið þau Halldór Karl Þórsson og Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur til að vera sér til aðstoðar með landsliðið næstu tvö árin. 

 Framundan er fyrsta verkefni Benedikts en þá tekur landsliðið þátt á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í lok maí í Svartfjallalandi. Í haust hefst svo undankeppni EuroBasket kvenna 2021 í nóvember en dregið verður í riðla í sumar.

Halldór Karl aðstoðaði Benedikt hjá KR á síðasta tímabili með kvennaliðið, sem vann sér sæti í Domino's deildinni það árið en í vetur þjálfaði hann lið Fjölnis í 1. deild kvenna. Auk þess hefur Halldór Karl verið aðstoðarþjálfari yngri liða KKÍ.

Pálína María er í sínu fyrsta þjálfarahlutverki en hún er margreyndur landsliðsleikmaður og á að baki 36 landsleiki fyrir Íslands hönd með A-landsliði kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert