Gísli Pálsson og Gunnlagur Smárason munu þjálfa kvennalið Snæfells í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á næstu leiktíð en þetta staðfesti félagið á Facebook-síðu sinni í dag. Gísli og Gunnlaugur taka við liðinu af Baldri Þorleifssyni sem stýrði liðinu í vetur.
Þá hafa systurnar Gunnhildur Gunnarsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir framlengt samninga sína við félagið en þær hafa báðar verið lykilmenn og fyrirliðar liðsins, undanfarin ár. Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir framlengdu einnig samninga sína við félagið og þá mun Rósa Kristín Indriðadóttir einnig leika með liðinu næsta vetur eftir hlé.
Snæfell hafnaði í fimmta sæt i deildarinnar á síðustu leiktíð og missti af sæti í úrslitakeppninni en liðið fór alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem Snæfell féll úr leik gegn bikarmeisturum Vals.