Emil kominn aftur til Hauka

Emil Barja er kominn aftur í Haukatreyjuna.
Emil Barja er kominn aftur í Haukatreyjuna. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksmaðurinn Emil Barja er snúinn aftur til Hauka eftir eins árs dvöl hjá KR þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor.

Emil hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Hauka en hann er uppalinn hjá félaginu og var lykilmaður í liðinu og fyrirliði áður en hann fór til KR í fyrra.

Emil mun ásamt því að spila fyrir Hauka gegna stöðu yfirþjálfara yngri flokka hjá félaginu en hann er menntaður íþróttafræðingur og hefur þjálfað yngri flokka um nokkurt skeið.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn aftur í Hauka,“ segir Emil í fréttatilkynningu frá Haukum. „Ég vil þakka KR fyrir allt og flott tímabil að baki þar. Það eru spennandi tímar framundan í Hafnarfirði sem gaman verður að vera hluti af. Nýr þjálfari og fyrsta tímabilið í Ólafssal,“ bætir hann við.

Isarel Martin, nýráðinn þjálfari Hauka, hafði þetta að segja um nýjasta leikmanninn sinn: „Endurkoma Emils eru frábærar fréttir fyrir Hauka. Hann er mikill keppnismaður og mun hans reynsla og leiðtogahæfileikar nýtast okkur innan vallar sem utan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert