Brynjar Þór fótbrotnaði

Brynjar Þór Björnsson.
Brynjar Þór Björnsson. mbl.is/Hari

Körfuknattleiksmaðurinn Brynjar Þór Björnsson, sem á dögunum sneri aftur heim til KR-inga eftir að hafa spilað með Tindastóli í vetur, varð fyrir því óláni að fótbrotna.

„Hann var bara að leika sér í körfu þegar þetta gerðist. Það kom í ljós nokkrum dögum síðar að það var brot í beini í sköflungnum. Hann hélt í fyrstu að hann hefði bara snúið sig á ökklanum en svo kom í ljós að þetta var brot. Hann verður frá í fjórar til sex vikur og það er ljóst að hann mætir eitthvað seinna til æfinga en aðrir leikmenn,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, í samtali við mbl.is.

KR-ingar hafa heldur betur safnað liði fyrir meistaravörnina á næstu leiktíð en auk Brynjars hafa þeir fengið bræðurna Jakob Örn og Matthías Orra Sigurðarsyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka